Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 123
í notkun þess hugbúnaðar, sem B.í. hefur verið að setja upp hjá
búnaðarsamböndunum. Eg vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólks
búnaöarsambanda fyrir þá þolinmæði, sem það hefur sýnt við prófanir á
tölvusamskiptunum, sem hafa reynt á þolrifin. Ég trúi því, að á nýju ári
verði þau öruggari, hraðvirkari og mun kostnaóarminni. Þetta gerist með
tengingu vió gagnanet Pósts og síma, opnun fleiri tengilína sem og öflugri
og samstilltari mótöldum. Um áramót leigði B.í. og Framleiðsluráð X.25
línu inn á gagnanetið með fimm sýndarrásum og fjárfesti í svonefndu
Pakkaldi. Fyrir vorið þurfa síðan búnaðarsambönd að koma sér upp
öflugari mótöldum, sem ráða við sendingarhraðann 14400 bita á sekúndu (í
stað 2400 bs. nú).
Þá var tekin sú stefnumarkandi ákvörðun að bjóða fjórum búnaðar-
samböndum (Eyjafjarðar, Suðurlands, Borgarfjarðar og Skagfirðinga) að
skrá sjálf til reynslu í fjartengingu forðagæsluskýrslur heima í héraði gegn
greióslu. Heildargreiðsla miðast við meðaltal tilkostnaðar B.í. við
skráningu foróagæsluskýrslna undanfarinna þriggja ára. Greitt veróur fyrir
hverja skráða og uppgerða skýrslu. Með þessu er unnið í samræmi við
ályktun Búnaðarþings 1992: „Erindi Bsb. Eyjafjarðar um tengingu
búnaðarsambanda við tölvukeifi B.l. og skráningu gagna hjá búnaðar-
samböndum". Þótt hér sé stigið lítið skref, gildir, að „mjór er mikils vísir".
Samráðsnefiul um tölvusamskipti milli B.í. og búnaðarsambanda. Einn
fundur var haldin í nefndinni á árinu, og mættu Jón Viðar Jónmundsson,
Þorsteinn Ólafsson, Bsb. Suðurlands, Jón Hlynur, Bsb. Eyjafjarðar, Lilja
Guðrún Eyþórsdóttir, Bsb. Borgarfjarðar (varam. Guðm. Sigurðssonar)
ásamt mér. Fjölmörg mál voru rædd, m.a. að hverju skyldi stefnt á
næstunni í tölvumálum.
Önnur störf. Ég mætti á aðalfund Smalahundafélagsins fyrir hönd B.Í.,
en félagið hefur leitað eftir stuðningi við skráningu á íslenska smala-
hundinum. Stjóm B.í. hefur samþykkt að veita því aðstoð og hefur falió
mér að semja forrit til að halda utan um grunnupplýsingar og frá
félagsmönnum um smalahunda sína. Á árinu 1994 ræðst ég í þetta verk, og
vonandi verður vinna hafin vió skráningu um mitt ár í tölvudeildinni með
þessu nýja forriti. Á árinu 1993 ráðlagði ég fjölda bænda um tölvukaup, en
ljóst er, að margir bændur hafa á síðustu tveimur árum keypt tölvur í fyrsta
skipti eða endurnýjað eldri tölvur (með örgjörva 8086/88 eða 80286).
Að síðustu. Ég þakka öllu samstarfsfólki mínu fyrir samstarfið á árinu
1993 og vona, að árið 1994 eigi eftir að reynast ánægjulegt og farsælt.
Ritskrá:
Hugaó aó tölvukaupum, Freyr 1993, bls. 511.
Grunnhugbúnaóur einmenningstölvunnar, Freyr (óbirt).
Forritiö Oddi, útg. 0.7, Handbók.
Mótafengur - Handbók.