Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 124
Forfallaþjónusta
Gunnar Hólmsteinsson
Forfallaþjónustu í sveitum var komið á með
lögum nr. 32/1979 og tók fyrst til starfa á
árinu 1980. Lög nr. 32/1979 giltu til miðs árs
1992, en voru þá leyst af nteð nýjum lögum
nr. 35/1992.
Með lögum um Búnaðarmálasjóð, lög nr.
41/1990, var ákveðið, að hluti af tekjum
Búnaðarmálasjóðs, 0,200% af tekjum í A
flokki og 0,400% í B flokki, skyldi nota til
að standa straum af forfallaþjónustunni.
í lögum nr. 41/1990 var ákvæði, er heimil-
aði einstökum búgreinum að segja sig frá
forfallaþjónustunni, en fram að þeim tíma voru allir bændur, sem greiddu
búnaðarmálasjóðsgjald, aðilar að henni.
Nokkur búgreinafélög nýttu sér þetta ákvæði, og þegar lög nr. 35/1992
tóku gildi, voru einungis nautgripabændur, sauðfjárbændur og loðdýra-
bændur, sem greiddu til forfallaþjónustunnar. I lögunum um forfalla-
þjónustu nr. 35/1992 var ákvæði, sem kvað á um, ef einstök búgreinafélög
leituðu eftir því, að greiðslur félagsmanna þeirra til forfallaþjónustunnar
falli niður, skuli sú niðurfelling einungis ná til þeirra félagsmanna
búgreinafélagsins, sem staðfest hafa með undirskrift sinni, að þeir séu ekki
lengur aðilar að forfallaþjónustunni (8. gr. 1. nr. 35/1991).
Um þessi ákvæði hefur verið tekist á. Niðurstaöan varð síðan sú, að
landbúnaðarráðuneytið úrskurðaði, aó 8. gr. I. nr. 35/1992 gilti um þetta
efni. Búgreinafélögin, sem höfðu sagt sig frá forfallaþjónustunni, hafa
síðan unnið að því að fullgilda ákvæðið með því að afla staðfestingar fyrir
úrsögninni hjá félagsmönnum sínum. Greiðslur til forfallaþjónustunnar frá
þessum búgreinum hafa þó ekki verið teknar upp að nýju, og hafa þær því
ekki notið réttinda til forfallaþjónustu.
A aðalfundi Landssambands kúabænda 1993 var samþykkt að segja
118