Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 125
nautgripabændur frá forfallaþjónustunni. Stjórn Stéttarsambands bænda
hefur mælt með úrsögninni við landbúnaðarráðuneytið. Landssamband
kúabænda hefur í framhaldi af því leitað eftir staðfestingu félagsmanna
sinna á úrsögn. Verði sú niðurstaða, að nautgripabændur hætti þátttöku í
forfallaþjónustunni, verður það væntanlega útgönguvers þeirrar þjónustu.
Ég tel ólíklegt, að sauðfjárbændur pg loðdýrabændur muni telja ástæðu til
að halda uppi þessari starfsemi fyrir sig, ef samstaða rofnar með þessum
hætti.
Á undanfömum árum hafa Hest stéttarfélög í landinu eflt mjög
sjúkrasjóði sína, og hefur sú fyrirhyggja dregið úr áföllum félaga þeirra,
sem við veikindi hafa átt að stríða.
Forfallaþjónusta í sveitum hefur verið ígildi slíks stuðnings við bændur,
sem sjúkrasjóðimir veita sínum félagsmönnum. Það er þó ekki endilega
svo, að forfallaþjónusta, eins og hún hefur verið framkvæmd, sé besta
lausn fyrir bændur í veikindatilfellum.
Starfsemi 1993. Starfsemi forfallaþjónustunnar var með líkum hætti og
undanfarin ár. Vegna tekjusamdráttar til forfallaþjónustunnar og halla, sem
myndast hafði á liðnum árum, varð að skerða réttindi, þannig að
hámarksréttur til afleysinga var færður úr 24 dögum í 18 daga. Með því
móti hefur tekist að halda starfseminni innan fjárhagsramma, sem stjórnin
setti sér. Á árinu 1993 voru unnin ársstörf 35,6.
í meðfylgjandi töflu koma fram ársverk, sem áætlun var gerð um, og til
samanburðar nýtt ársverk hvert ár frá 1984. Þá fylgir hér með yfirlit yfir
afleysingar hjá einstökum búnaðarsamböndum. Þar kemur fram, að fjöldi
afleysingamánaða var 427 eða 35,6 ársstöif, þau voru unnin af 555 manns.
í stjóm Forfallaþjónustu í sveitum eru: Ágúst Gíslason, Isafirði,
formaður, Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu, og Sigurgeir Hreinssson,
Hríshóli.
Daglega umsjón með vinnuskýrslum, afgreiðslu launa o.fl. hefur
Þorbjörg Oddgeirsdóttir með höndum. Kann stjóm Forfallaþjónustunnar
henni bestu þakkir fyrir hennar störf.
Þá vil ég þakka ágætt samstarf við stjórn Forfallaþjónustunnar, svo
og við aðra, sem að þessum málum hafa unnið hjá búnaðarsamböndum og
víóar.
119