Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 128
Bókasafnið
Ingibjörg Hjartardóttir
og
Sigrún Davíðs
Ingibjörg Hjartardóttir:
Árið 1993 var áttunda starfsár mitt á
bókasafninu. Vió höfum nú möguleika á að
tengjast GEGNI (tölvukerfi Háskólabóka-
safns og Landsbókasafns) meó ISnet (tölvu-
neti SURIS), gagnaflutningsneti Pósts og
síma eða upphringisambandi. Þannig getum
viö leitað í bókakosti þessara safna og
einnig, sem er ekki síður mikilvægt, skráð
bókakost okkar í samskrána, en það er
sameiginlegur gagnabrunnur þeirra bóka-
safna, sem eru í tengingu við GEGNI.
Nokkur rannsóknabókasöfn á sviöi náttúrufræói fóru af stað með
tilraunaverkefni að skrá í samskrána á síðastliðnu sumri. Hvert bókasafn
um sig lét skrá um 100 titla. Þótti tilraunin takast vel, og var ákveðió að
sækja um styrk til Rannsóknaráðs ríkisins og Vísindasjóðs til að halda
skráningunni áfram. Þannig viljum við, aó öll helstu rit okkar komist í
samskrána, aó samskráin verði sá sameiginlegi gagnabrunnur, sent öll
bókasöfn á landinu, bæði stór og smá, geti tengst. Nú fer loks að líða að
því, aó Háskólabókasafn og Landsbókasafn sameinist og flytji í
Þjóðarbókhlöðuna, og mun hún þá sannarlega bera nafn með rentu, ef þar
verður hægt að fá upplýsingar um hvert einasta rit, sem til er í landinu, í
hvaða bókasafni sem er.
Starfið hér á bókasafninu er með hefðbundnunt hætti. Ég legg áherslu á
að skrá allt það nýja, sem safninu berst á hverjum degi. Á eins til tveggja
mánaða fresti prenta ég út lista yfir allt það, sem kemur á þeim tíma, allt
flokkað og skráð, og dreifi á meðal starfsmanna. Ég held áfram að skrá þær
bækur, sem eru inni hjá starfsmönnum. Þar eru nýjustu og mest lesnu
122