Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 129
fagbækurnar, og verða þær að komast í safnið. Gömlu íslensku „rarítetin“
okkar eru nú komin á skrá. Margt af þeim eru fágæt rit um landbúnað, sem
hvergi eru annars staðar til á söfnum.
Bókasafn Búnaðarfélagsins er með tilkomu tölvuvæðingarinnar og
aukinnar þróunar almennt meira og minna að breytast úr geymslusafni í
virka upplýsingamiðstöð. Starfsmenn nýta sér í auknurn mæli þá mögu-
leika, sem safnið hefur upp á að bjóða í öflun heimilda og upplýsingagagna
s.s. millisafnalán á bókum og tímaritum, bókapantanir, heimildarleit alls
konar o.s.frv.
í október fór ég í launalaust leyfi frá Búnaðarfélaginu. Ætla ég að
dveljast í útlöndum í nokkra mánuði á árinu 1994 við ritstörf. Sigrún
Davíðs leysir mig af á meðan, og byrjaði hún 1. okt.
Sigrún Davíðs:
Ég hef ráðið mig tímabundið hér hjá Búnaðarfélaginu til að halda starfi
Ingibjargar áfram. Starfsemin verður með óbreyttum hætti, og held ég
áfram hinum daglegu störfum við skráningu, flokkun og varðveislu alls
þess efnis, sem berst.
Um rúmlega 600 greinar voru pantaðar erlendis frá á s.l. ári. Nýjar
bækur, sem safninu bárust og komust á skrá, voru 113. Skráðar hafa verið
1684 færslur, þ.e. bækur, skýrslur og sérprent. Tímarit, íslensk og erlend,
sem safninu berast reglulega, eru um 250 (en þau tímarit, sem eru til, en
hætt að koma, eru ekki öll komin í tölvuna).
Að lokum þökkum við samstarfsfólki okkar samstarfið á árinu.
123
L.