Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 130
Landgræðsla ríkisins - landgræðslustjóri
Sveinn Runólfsson
Árið 1993 var gróðri og jarðvegi landsins
heldur þungt í skauti. Það voraði seint,
sérstaklega á Norðausturlandi, og víða kól
gróður. Sunnanlands gerði nokkur stórveður
á útmánuðum á snjólausa jörð með
tilheyrandi moldroki, aðallega í uppsveitum,
en síðsumars voru það sunnlensku afréttimir,
sem guldu mikinn jarðvegstoll í þrálátri
þurrkatíð og norðaustan strekkingi.
Haustveðráttan var þó afar mild um allt land,
en í vetrarbyrjun hvessti mjög fyrir norðan á
auða jörð, og gífurlegt jarðvegsrof fylgdi í
kjölfarið, enn ein áminning til okkar landsmanna um þau miklu verkefni,
sem bíða okkar við að klæða landið gróðri.
Landgrœðsla. I samræmi við stefnu Landgræðslunnar, sem kynnt var
vorið 1991, leggjum við í störfum stofnunarinnar æ meiri áherslu á stöðvun
landeyðingar. Sáning mel- og lúpínufræja eykst stöðugt á svæðum, þar sem
er jarðvegseyðing, en að sama skapi dregur úr uppgræðslu örfoka lands
þar, sem sandfok ógnar ekki gróðri eða umferð. Starfsmenn stofnunarinnar
reyna þó af fremsta megni að sinna öllum sviðum landgræðslustarfsins,
þ.e. heftingu uppblásturs, endurheimt landgæða, gróðurvernd og gróður-
eftirliti. Starfið felst einkum í því að reyna að aðstoóa náttúruna, svo að
hennar eigin aðgerðir nýtist til að koma á eðlilegu ástandi gróðurs og
jarðvegs mióaó við veðráttu og legu landsins.
Sáð var miklu magni af melfræi og talsverðu af lúpínufræi víðs vegar
um land, þó aðallega á eldfjallasvæðunum. Hluti þess starfs fór fram s.l.
haust, en haustsáning þessara tegunda, sérstaklega í Þingeyjarsýslum, hafa
gefið afar góða raun. Uppskera melfræs var meiri en nokkru sinni fyrr að
magni, en var nokkuð misjöfn að gæðum. Engin uppskera varð á melfræi á
Norðausturlandi vegna lélegs árferðis. Það veldur áhyggjum að fá ekki gott
124