Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 136
Ráðherra ræddi um þau miklu og flóknu verkefni, sem biðu þessa Bún-
aðarþings og þá stöðu, sem kæmi í kjölfar GATT-samninga. Hann taldi
landbúnaðinn illa undir frjálsan innfiutning búvöru búinn, einkum stæðu
sauðfjárbændur höllum fæti. Nú stæðu yfir tilraunir til útflutnings á kjöti á
nýjum forsendum og mætti þar ef til vill draga lærdóm af starfi samtaka
hrossabænda, sem seldu hrossakjöt til Japans með góðum árangri. Unnið
væri að því aó kynna íslenskt dilkakjöt bæði í Evrópu og vestanhafs sem
sérstaka hollustuvöru. Með þessu og fleiru væri íslendingar komnir á þá
leið, sem liggur til vistvæns og lífræns búskapar.
GATT-samningamir hafa kostað miklar sviptingar, sagði ræðumaður -
engin þjóð vill segja skilið við sinn landbúnað, og hann sagðist ekki ætla
það neinum, að hann vildi bændastéttina feiga.
Ráðherra taldi óhjákvæmilegt, að útreikningar og ákvörðun verðjöfn-
unargjalda væri í landbúnaðarráðuneytinu eins og tíðkaðist í nálægum lönd-
um.
Vandi landbúnaðarins yrði ekki leystur nema nýir tekjumöguleikar opn-
uðust. Hann kvaðst hafa hrundið af stað sérstöku átaki til landkynningar er-
lendis og beitt sér fyrir átaksverkefni, sem hann nefndi íslandsferð fjöl-
skyldunnar 1994. Þá vék ráðherra að fagráói í landgræðslu og verkefnum
þess. Hann kvaðst hafa beitt sér fyrir því innan ríkisstjómarinnar, að hann
fái heimild til að semja við Stéttarsamband bænda um, að bændur eigi þess
kost að draga úr dilkakjötsframleiðslu, en snúa sér þess í stað að land-
græðslustörfum og gróðurvemd. Ráðherra drap á sameiginlegt átak Skóg-
ræktarfélags Islands, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landbún-
aðarráðuneytis um landgræósluskóga.
Hann kvaðst hafa falið Agli Bjamasyni, ráðunaut, og skólastjórum
bændaskólanna að móta nýjar áherslur í búnaöamámi. Hann sagði, að
hrossarannsóknum hefði verið of lítill gaumur gefinn. Hann kvaðst vilja
skoða þann kost, að rannsókna- og leiðbeiningastarfsemin sé rekin undir
sameiginlegri yfirstjóm í náinni samvinnu við búnaðarskólana. Hann
greindi frá verklokum, sem svínabændur hefðu fagnað vió byggingu ein-
angmnarstöðvar fyrir svín í Hrísey.
Ráðherra greindi frá því, að endurskoóun búvörusamninga væri nú í
undirbúningi hjá landbúnaðarráðuneytinu og bændasamtökunum og ámaði
að lokum Búnaðarþingi heilla í störfum þess.
III. Avarp formanns Stéttarsambands bænda, Hauks Halldórssonar.
Ræðumaður sagði, að íslenskur landbúnaður stæði nú á tímamótum, og
þeir atburðir hefðu veriö og væru að gerast, sem gætu ráðið úrslitum um
framtíð hans. Hann gagnrýndi stjómmálamenn og leiðandi ráðherra fyrir,
eins og hann sagði, að kasta á milli sín fjöreggi landbúnaðarins. Svo virtist
130