Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 137
sem þeir kysu að gleyma, um hvað var samið í búvörusamningnum milli
bænda og ríkisvaldsins.
Hann sagði, að einnig væru hættumerki í röðum bænda og kvaðst þá eiga
við þá sundmngu og botnlausu samkeppni, sem nú væri milli búgreina og
framleiðenda. Hin nýja staða kallaði á aukna samstöóu. Þess vegna hefðu
stjómir Búnaóarfélags Islands og Stéttarsambandsins kannað möguleika á
auknu samstarfi, einnig vegna samþykktar frá bændafundum. Nú lægju fyrir
drög að tillögum um sameiningu samtakanna á þessu Búnaðarþingi.
Að lokum óskaði ræðumaður Búnaðarþingi farsældar í störfum.“
Forseti hafði að loknu ávarpi sínu sagt Búnaðarþing sett. Hann þakkaði
ræðumönnum, hvorum fyrir sig, ávörp þeirra.
Allir þingfundir, aðrir en setning og þingslit, voru haldnir í Búnaðar-
þingssal.
Á 2. þingfundi kl. 13:30 sama dag fóru fram kosningar varaforseta og
skrifara, og þá var einnig kosið í fastanefndir þingsins.
Varaforsetar voru kosnir:
Fyrsti varaforseti: Magnús Sigurðsson.
Annar varaforseti: Hermann Sigurjónsson.
Skrifarar voru kosnir:
Egill Jónsson og Einar Þorsteinsson.
Samkvæmt tillögu, sem fram kom, voru fastanefndir kjömar þannig:
Fjárhagsnefnd, sem jafnframt er reikninganefnd:
Jón Guðmundsson, Páll Ólafsson,
Jón Hólm Stefánsson, Sveinn Jónsson.
Jarðrœktarnefnd:
Bjami Guðráðsson,
Egill Jónsson,
Búfjárrœktarnefnd:
Erlingur Teitsson,
Jóhann Helgason,
Einar Þorsteinsson,
Jósep Rósinkarsson.
Jón Ólafsson,
Magnús Sigurðsson.
131
L