Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 156
og 4 að taka mætti þau til umfjöllunar og afgreiðslu þegar í stað án þess, að
þeim yrði vísað til nefndar. Benti hann á í því sambandi, að Búnaðarþing
1993 hefði fjallað efnislega um mál þessi. Voru afbrigðin samþykkt með 23
samhljóóa atkvæðum.
Búnaðarfélag íslands hafði skrifað Stéttarsambandi bænda, 12. marz
1993, og kynnt tillögu þess efnis, að lögum Búnaðarfélags Islands yrði
breytt á þann veg, að tveir fulltrúar Stéttarsambandsins ættu rétt til setu á
Búnaðarþingi. Stjóm Stéttarsambandsins var sammála um að þiggja þetta
boð, ef lögum Búnaðarfélags Islands yrði breytt á þann veg, sem tillagan
gerir ráð fyrir. Tilnefndi hún á fundi sínum, 23. febrúar 1994, þá Hauk Hall-
dórsson og Þórólf Sveinsson sem aðalmenn á Búnaðarþingi og Guðmund
Stefánsson og Hörð Harðarson sem varamenn.
Forseti gaf nú oróið laust um tillögu stjómarinnar, mál nr. 3. Var málinu
vísað umræðulaust til síðari umræðu meó 22 samhljóða atkvæóum og var
tekið fyrir á 3. fundi þingsins, sem haldinn var strax að loknum 2. fundi. A
þeim fundi var tillagan samþykkt án umræðna með 22 samhljóða atkvæð-
um og málið þar meö afgreitt frá Búnaóarþingi.
Múl nr. 4
Tillaga um breytingu á þingsköpun Búnaöarþings.
Stjóm Búnaðarfélags Islands lagði fyrir þingið svofellda tillögu um
breytingu á 3. og 11. gr. þingskapa Búnaðarþings:
1. Við 3. gr. þingskapanna:
Þriðja málsgrein greinarinnar orðist svo: „Fimm fulltrúar eiga sæti í
allsherjamefnd, en í öðrum nefndum fjórir, auk fulltrúa stjómar Stéttar-
sambands bænda, sem taka að jafnaði sæti í félagsmálanefnd og alls-
herjamefnd.“
2. Við 11. gr. þingskapanna:
A eftir fyrstu málsgrein komi: „Fulltrúar stjómar Stéttarsambands
bænda hafa ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu reikninga, fjárhagsáætl-
unar, kjör stjómar Búnaðarfélags Islands eða við breytingar á lögum
þess.“
Forseti leitaði eftir sömu afbrigóum um meðferð Búnaðarþings á þessu
máli og veitt höfðu verið í máli nr. 3, og var það samþykkt. Hlaut það ná-
kvæmlega sömu afgreiðslu og það mál, bæði við fyrri og síðari umræðu og
var þannig afgreitt óbreytt frá Búnaðarþingi með 22 samhljóða atkvæðum.
Eftir samþykkt tillögunnar á 3. fundi sem ályktun Búnaðarþings, gat for-
seti þess, að með þessum samþykktum ættu nú tveir fulltrúar Stéttar-
150