Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 157
sambands bænda rétt til setu á Búnaðarþingi, þeir Haukur Halldórsson, er
tók sæti í allsherjamefnd, og Þórólfur Sveinsson, sem situr í félagsmála-
nefnd. Bauð hann þá velkomna og bað þá taka sæti meðal annarra fulltrúa.
Hefur verið skýrt frá því hér að framan og svari Hauks Halldórssonar.
Mál nr. 5
Erindi Lifandi mynda h.f um stuðning við gerð myndaflokks um sögu ís-
lenzks landbúnaðar.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 26 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing samþykkir að leggja fram kr. 250.000.- á þessu ári til undir-
búnings að heimildarmynd um sögu íslenzks landbúnaðar.
GREINARGERÐ:
Með þessu framlagi er fyrirtækinu Lifandi myndir veittur stuðningur til
undirbúnings að gerð heimildarmyndar um íslenzkan landbúnaö, sem nær
frá kristnitöku til vorra daga.
í þessari fmmvinnu yrðu lagðar útlínur hvað varðar innihald, form og
kostnað.
Einnig yrði skoðað allt efni, sem til er um þennan málaflokk, skráning á
því og flokkun.
Mál nr. 6
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 46/1991 um búfjárhald, 28.
mál 117. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur skoðað frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.
46/1991 um búfjárhald (28. mál 117. löggjafarþings).
Enda þótt í frumvarpinu sé hreyft brýnu úrlausnarefni, er það gert með
þeim hætti, sem Búnaðarþing getur engan veginn fallizt á, og leggst því
eindregið gegn samþykkt þessa fmmvarps.
Jafnframt beinir Búnaðarþing því til Alþingis, og ekki sízt flutnings-
manna frumvarpsins, sem hafa góðan vilja til að leysa úr því vandamáli,
sem frumvarpið fjallar um, að beita sér fyrir því, að það verði gert með rétt-
látum hætti. í því skyni þarf að lögfesta í vegalögum (og girðingarlögum)
151