Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 159
Mál nr. 7
Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum, öðrum en hvölum, mál 117. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Fjallað var um sama mál á Búnaðarþingi 1992, og er vísað til umsagnar,
sem þá var gefm. Vegna lítils háttar breytinga, sem gerðar hafa verið á
frumvarpinu, vill þingið endumýja umsögn sína um málió nú í nokkrum
greinum og lýsa afstöðu til breytinga.
Því miður hefur fátt af athugasemdum frá 1992 verið tekið til greina vió
framlagningu fmmvarpsins nú, en drepið skal á fáein atriði þess í núverandi
mynd.
1. Breyting hefur verið gerð á skipun villidýranefndar, og er hún til bóta
að dómi þingsins. Þingið telur þó æskilegra, að nefndin væri skipuð
fimm mönnum en sjö, og ályktar, að þannig yrði hún virkari, ódýrari og
skjótari til viðbragða.
2. Þingið áréttar fyrri andmæli við því, að lög um þennan yfirgripsmikla
málaflokk skuli vera rammalög, þar sem ráðherra er ætlað að stjóma
með reglugerðum.
3. Fyrir liggur ákvörðun um breytingu á embætti veiðistjóra. Búnaöarþing
ályktar, að í sambandi við þá breytingu sé æskilegt að skilgreina betur í
lögum, hvert hlutverk veiðistjóra sé. Upphaflega mun það hafa verið
hugsað sem verkstjóra- og leiðbeiningastarf við fækkun refa, minka og
vargfugla. Þannig var það einnig í framkvæmd, og ætti að fara í það
horf á ný. Ástæðulaust sýnist að gera veiðistjóraembættið að fjölmennri
rannsóknarstofnun við hlið þeirra, sem fyrir em.
í tengslum við það ætti framvegis að reka hundabú til ræktunar og
þjálfunar minkaveiðihunda, eins og verið hefur.
4. Búnaðarþing mótmælir harðlega þeirri gjaldtöku, sem sala veiðikorta til
bænda felur í sér. A mörgum jörðum eru hlunnindi af villtum dýmm,
sem bændur nytja og þurfa að verja. Að þurfa að kaupa leyfi til þess er
hliðstætt því að greiða fyrir að fá að slá túnið eða taka upp kartöfl-
umar.
5. Fmmvarpið gerir ráð fyrir, að ríkissjóður greiði helming kostnaðar við
refa- og minkaveiðar í stað 1/4 í fyrstu gerð frumvarpsins. Það ber að
þakka, en þingið leggur þó til, að þátttaka ríkisins verði óbreytt frá því,
sem verið hefur, þ.e. 3/4 kostnaðar.
6. 16. gr. frumvarpsins fjallar um sel og selveiðar. Hún var gagnrýnd harð-
lega í ályktun Búnaðarþings 1992, og m.a. bent á, að ákvæðið um
sjávarútvegsráðherra er í beinni mótsögn við skýr ákvæði framar í
153