Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 163
2. að áburðarverð verði hliðstætt og á Norðurlöndum t.d. í Noregi.
3. að með breyttum lögum verði Aburðarverksmiðjunni veitt tækifæri til
aó mæta hugsanlegum samdrætti í áburðarsölu og samkeppni við inn-
fluttan áburð meó því m.a. að taka upp framleiðslu í öðrum greinum
iðnaðar til viðbótar við áburðarframleiðsluna eða með þátttöku í iðn-
aðarfyrirtækjum, sem styrkt gæti Áburðarverksmiðjuna.
Mál nr. 10
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/1986 um afréttarmálefni,
fjallskil o.fl., 286. mál 117. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 18 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir með samþykkt frumvarpsins.
Mál nr. 11
Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 6511976, með síðari
breytingum o.fl., 200. mál 117. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 20 sam-
hljóða atkvæóum:
Búnaðarþing mælir með lögfestingu frumvarps til laga um breytingu á
jarðalögum nr. 65/1976 með síðari breytingum o.fl., 200. mál. 117. löggjaf-
arþings 1993, með þeim breytingum á frumvarpinu, sem koma fram í
ályktun Búnaðarþings 1993 í máli nr. 12, ásamt þeirri viðbót við 5. gr. laga
um framkvæmd eignamáms nr. 11/1973, sem þar er tilgreind.
Mál nr. 12
Stefnumörkun í landnýtingar-, gróðurverndar- og uppgrœðslumálum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 26 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur haft til umfjöllunar Drög að stefnumörkun í land-
nýtingar-, gróðurverndar- og uppgrœðslumálum, sem stjóm Búnaðarfélags
íslands lagði fyrir þingið.
Búnaðarþing leggur til, að framlögð drög með áorðnum breytingum
verði samþykkt sem stefnumörkun Búnaðarfélags íslands í þessum málum.
FYLGISKJAL MEÐ MÁLINR. 12
Stefnumörkun í landnýtingar-, gróðurverndar- og uppgrœðslumálum.
157