Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 164
Stefna Búnaðarfélags íslands í landnýtingar- gróðurverndar- og
uppgræðslumálum.
Markmiðið er sjálfbær búskapur í sátt við náttúruna.
Stefna ber að því:
- að endurheimta landgæði, þannig að landið gefi æ ríkari möguleika
til landbúnaðar, matvælaframleiðslu og annars búskapar, s.s. skóg-
ræktar, ferðaþjónustu o.fl.
- að varöveita hreina náttúru landsins og fjölbreytni hennar.
- að tryggja skipulega notkun landsins til útivistar og afþreyingar alls
almennings í landinu.
-• að tryggja, að vaxandi ferðamennska spilli ekki náttúruverðmætum
landsins.
- aó gera heildarskipulag um landnýtingu framtíðarinnar, þar sem tek-
ið er tillit til framangreindra þátta.
Landgræðsla, jarðvegs- og gróðurvernd.
Meginmarkmið og viðfangsefni á þessum sviðum eru:
- að stöðva uppblástur, koma í veg fyrir sandfok (áfok), landbrot af
völdum vatnsfalla og aóra jarðvegseyðingu.
- að koma í veg fyrir hvers konar gróðurskemmdir og gróðurrýmun.
- að koma gróðumýtingu og beit í það horf, að gróðri fari hvarvetna
fram.
- að endurrækta eða stuðla að endurgræðslu örfoka lands, sem æskilegt
er að breytist í gróóurlendi og í samræmi við fyrirhugaða nýtingu.
Þó að hér sé um vissa forgangsröóun að ræða, verður að sækja fram á
þessum sviðum samtímis.
Skógrækt og skjólbcltarækt.
Markmið skógrœktar er fjölþætt:
- sem nytjaskógrækt er hún álitlegur kostur til að auka fjölbreytni
landbúnaðarframleiðslunnar, þegar fram líða stundir, auk þess sem
hún eykur atvinnu í sveitum, enda standi ríkisvaldið við gefin fyrir-
heit um stuðning við skógrækt.
- hún er þáttur í landgræðslu og landvemd þar, sem aðstæður em til
þess fallnar.
- sem skjólgjafi og til að fegra landið eykur hún útivistargildi þess
m.a. í sambandi við ferðaþjónustu.
Skjólbeltarœktun er mikilvæg fyrir marga þætti í búskap, og ber að
stuðla að því, að hún verði í auknum mæli liður í ræktun landsins.
158