Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 165
Rannsóknir, leiðbeiningar og eftirlit með gróðri og landnotkun.
Rannsóknir eru undirstaða leiðbeininga og eftirlits með gróðri og land-
notkun. Þœr beinist einkum að eftirtöldum atriðum:
- eiginleikum jaróvegs og orsökum jarðvegseyðingar.
- leiðum til að stöðva jarðvegseyðingu og eyðingu gróins lands vegna
áfoks og náttúruhamfara.
- vistgetu landsins og áhrifa veðurfars á hana.
- aðferðum til aó mæla og meta áhrif beitar á gróður og beitarþol
einstakra landssvæða og jarða.
- ræktunaraðferðum, plöntum til uppgræðslu og landbóta.
Leiðbeiningar þurfa einkum að beinast að:
- aukinni fræðslu um gróðurvemdarmál.
- aðstoð við mat á hóflegri nýtingu lands.
- ráógjöf um landbætur bæði í heimalöndum og afréttum.
- ráðgjöf um beitarstjóm, beitartíma og aðra beitarhætti, bæði fyrir
upprekstrarfélög og einstaka bændur.
- umhverfisvemd og skynsamlegri landnýtingu.
Bændur em öðrum fremur vörzlumenn lands og gróðurs. Þeir og aðrir,
sem nýta þessi náttúrugæði, bera því einnig ábyrgð á varðveizlu þeirra og
staðbundnu eftirliti.
Gróðureftirlit er í forsjá Landgræðslu ríkisins, sbr. lög nr. 17/1965, með
virkri þátttöku gróðurverndarnefnda í hverju héraði og í góðri samvinnu
vió leiðbeiningaþjónustuna bæði hjá Búnaðarfélagi íslands og í hémðum.
Einnig kemur Náttúruvemdarráð að umfjöllun þessara mála í umboði um-
hverfisráóuneytisins.
Eftirlit fylgist með ástandi og framvindu gróðurs og beitarálagi miðað
við ástand gróðurs, jafnt á einstökum afréttarsvæðum sem heimalöndum.
Þar, sem meðferð lands er ábótavant eða land liggur undir skemmdum af
öðrum ástæðum, skal eftirlitið gera viðvart og gefa mönnum tækifæri til
úrbóta. Það skal beita sér fyrir beitarþolsmati og fara fram á, að gerð sé
ítala í landið eða gripið til annarra aðgerða allt eftir aðstæðum hverju sinni.
Lögð er mikil áherzla á samstarf á milli rannsóknastarfseminnar, leið-
beiningarþjónustunnar, Landgræðslu ríkisins og búnaðarfrœðslunnar á
framangreindum sviðum og, að bœndur sjálfir verði sem virkastir í land-
grœðslu- og gróðurverndarmálum. (Sjá síðar um fagráð í landgræðslu og
störf áhugafélaga um landgræðslu og gróðurvemd).
159