Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 166
Nánari umfjöllun.
Búnaðarfélag íslands leggur áherzlu á, að takmarkið er, að Island verði
sem byggilegast fyrir sem flesta og, að landnotkun verði með skipulögðum
hætti, þannig að velferó allra þegna þess verói sem mest.
Jafnframt því sem lögð er áherzla á, að landið gefi æ ríkari möguleika til
landbúnaðar og þjóðin leggi sinn skerf til matvælaframleiðslu heimsins,
þarf að gera landbúnaðinn sjálfbæran, þannig að hann sé stundaður í sátt
við náttúruna, og að gefa öðrum landnotum eðlilegt rúm og m.a. tryggja
sem frjálsastan aógang fólksins aó náttúru landsins, enda virði það þær
reglur, sem um hann hljóta að gilda.
Þó að önnur landnot en til búskapar fari oft vel saman með búskap, svo
sem þegar um útilífsnot er að ræða, er rétt að gæta þess þar, sem velja þarf
á milli, að til annarra nota fari einkum það land, sem miður er fallið til
ræktunar og búskapar. Sérstök náttúrufyrirbæri, fagra staði og einstök bú-
svæði og vistkerfi ber að vemda og gæta að raskist ekki, og ber að hafa um
það samstarf við yfirvöld náttúruvemdarmála.
Taka ber fullt tillit til sjónarmiðs náttúruvemdar, búskapar, útivistar og
ferðamennsku við ákvarðanir um landnot fyrir þéttbýli, umferðarmannvirki
og virkjanir og aðra orkunýtingu.
Sérstaka áherzlu ber að leggja á vemdun búsetu, landslags og varðveizlu
náttúruarfs þjóðarinnar.
Rétt til hefðbundinna hlunnindanytja af landi, vötnum og með ströndum
ber að virða, enda séu þær í sátt við eðlilega þróun náttúmnnar.
Gróðurvernd og gróðurnýting.
Afkastageta beitilanda, afrétta og heimalanda ræðst af því, að gróður og
jarðvegur haldist í jafnvægi. Til að tryggja það þarf að vera mögulegt að
meta ástand gróðurs og jarðvegs og út frá því mati leiðbeina landnotendum
um þann fjölda búfjár, sem viðkomandi svæði ber hverju sinni. Þetta á sér-
staklega við á viðkvæmum svæðum gróðurfarslega og eins þar, sem votta
þarf um hæfni beitarlanda til vistvænnar framleiðslu.
Þar, sem jarðvegseyðing eða gróðureyðing vegna áfoks á sér stað, þarf að
meta, hvort viðkomandi land sé beitarhæft eða ekki. Ef stöðvun eyðingarinnar
og græðsla landsins er því háð, að landið sé friðað, svo sem víða er, þarf það að
koma skýrt fram. Ekki er ástæða til að meta beitarþol slíkra landssvæða, þó að
þau kunni að hluta að vera gróin viðunandi gróðri, enda ríki full sátt um friðun
landsins. Þetta er mjög mikilvægt til þess, að bændur viti, hver staða þeirra er.
Þetta er einn af mikilvægustu þáttum í starfsemi Landgræðslu ríkisins,
sem í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins vinnur að rann-
sóknum og leiðum til úrbóta. Þar má setja fram eftirfarandi undirstöðuþætti
í forgangsröð:
160