Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 167
1. Jaróvegur, eðliseiginleikar hans og ástand.
2. Ástand gróðurs og uppskera.
3. Beitarfénaður, vöxtur hans og þrif.
1. Landgrœðsla ríkisins metur landið og flokkar með tilliti til jarðvegs-
ástands með aðstoð sérfræðinga Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins.
Ef landið er ekki talið hæft til beitar að hluta eóa í heild, skal ekki meta
beitarþol þess.
Landgræöslan forgangsraði svæðum og leggi fram tillögur til sveitar-
og upprekstrarfélaga um friðunaraðgerðir eftir aðstæðum á hverjum
stað með allt að 5 ára aðlögunartíma. Gerðir verði samningar á milli
Landgræðslu ríkisins og landeigenda (upprekstrarfélaga/sveitarfélaga) í
samræmi við ákvæði landgræðslulaga.
2. Landgrœðsla ríkisins, Búnaðarfélag Islands og búnaðarsamböndin,
hvert á sínu svæði, einbeiti sér að því að meta ástand gróóurs (beitar-
þol) á þeim svæóum, sem ekki eru tekin til friðunar (sbr. 1. lió), með
tilliti til jarðvegs, gróðurs og beitarfénaðar (í þeirri forgangsröð). Það
mat byggist á mælingum og rannsóknum Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins, skoðun á landinu og upplýsingum um beitarsögu þess.
Beitarþol veröi gefið upp með ákveðnum fráviksmörkum (t.d. 15-25%)
og miðað við ákveðinn hámarksbeitartíma, fyrsta leyfilegan sleppitíma
og síðasta gangnatíma, en innan þessara marka breytist þetta eftir
árferði. Semja ber strax um fækkun niður að efri mörkum þar, sem þess
gerist þörf, og þá gefinn aðlögunartími í eitt eða tvö ár, ef aðstæður
krefja.
Bændur/fjallskilastjómir og gróðurvemdamefndir verði virkir við mat
og eftirlit. Stöðugt verði fylgzt með landinu og notkun þess. Skipulegt
átak verði gert til að fylgjast með hrossabeit á einstökum jörðum og
beitarhólfum svo og á afréttum, þar sem hross em látin ganga.
Verkefni til lengri tíma.
Jarðvegskortagerð, sem hafin er á vegum Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins í náinni samvinnu við Landgræðslu ríkisins, verði haldið áfram sem
einu af forgangsverkefnum á þessum sviðum.
Gróðurkortagerð veröi haldið áfram með endurskoðuðum aðferðum og
tækni, og unnið verói að endurskoðun eldri gróóurkorta.
Beitarrannsóknum þarf að halda áfram, m.a. til þess að leggja traustan
gmnn að aðferðum við mælingar og mat á ástandi gróðurs (beitarþol) og
jarðvegs með tilliti til beitarálags, og geta gefið skýrari leiðbeiningar um
áhrif meðferðar landsins á gróðurframvindu þess. Vinna þarf að því að færa
upplýsingar um stærð gróins lands á einstökum jörðum og beitarþol þess
161