Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 168
inn í Jarðabók Búnaóarfélags íslands eftir því, sem þessar upplýsingar
liggja fyrir og þeirra verður aflað.
Rannsóknir á landgræðsluaðferðum þarf að efla og halda áfram leit að og
framræktun á landgræðsluplöntum með það að leiðarljósi, að sem ódýrast
verði að græða ógróin lönd og koma af stað sjálfbærri gróðurframvindu.
Samstarf í landnýtingar- og gróðurverndarmálum.
Til að tryggja, að sem beztur árangur náist á sviði umhverfis- og gróður-
vemdar, er þörf á formlegu og nánu samstarfi allra þeirra stofnana, sem
koma að rannsóknum, leiðbeiningum og framkvæmd þessara mála (t.d.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Búnaðarfélag Islands, Landgræðslan
o.fl. aðilar).
Með því móti einu er unnt að vinna að því, að allir þessir aóilar beini
sameinuðum kröftum að settu marki í landgræðslu- og gróðurvemdarmál-
um, og að það fjármagn, sem til þessa er veitt, nýtist skynsamlega.
Því er lagt til, að stofnað verði til formlegs fagráós þessara aðila í land-
nýtingar- og gróðurvemdarmálum, þar sem fjallað yrði um stefnumörkun á
sviði rannsókna, túlkun og mat á niðurstöðum, samræmingu á leiðbeining-
um og stefnu og störfum að landgræóslumálum. (Sjá ályktun Tilraunaráðs
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins frá 6. des. 1991).
Áhugafélög um gróðurvernd og landgræðslu.
Stutt verði að stofnun félaga áhugafólks um gróðurvemd og landgræðslu
í einstökum sveitum eða hémðum, starfsemi þeirra studd, og þeim falin
verkefni á viðkomandi svæðum, er unnin verði í samvinnu við Land-
græðslu og búnaðarsambönd.
ÁLYKTANIR BÚNAÐARÞINGS OG ANNAÐ EFNI, SEM STUÐZTER VIÐ:
1. Ályktun Búnaðarþings 1989 (mál nr. 29 og nr. 31).
Búnaðarþing fer þess á leit við stjómendur og sérfræðinga BÍ, Rala og
LR „að þeir taki höndum saman um aö byggja ofan á og bæta þann
gmnn, sem lagður er með gróðurkortagerðinni. Verði nýjustu þekkingu
og aðferðum beitt til að meta beitarþol landsins að nýju, svo að fyrir
liggi á hverjum tíma besta fáanleg undirstaða hæfilegrar nýtingar.
Jafnframt taki þessar stofnanir höndum saman um að skýra fyrir bænd-
um og almenningi í hverju þeim gögnum sem fram hafa verið lögð og
afhent „sem reiknað beitarþol" er áfátt sem „raunvemlegu beitarþoli".
Ennfremur að beita sér fyrir sameiginlegu átaki til að fræða almenning
um þau fjölþættu öfl, sem valda og hafa valdið gróðureyðingu hér á
landi, þannig að búskaparhættir samtímans birtist þar í réttu samhengi“.
162