Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 170
Mál nr. 13
Erindi Búnadarsambands Suður-Þingeyinga um leiðbeiningarefni fyrir
héraðsráðunauta.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 18 sam-
hljóöa atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjóm Búnaðarfélags Islands að leita eftir samvinnu
vió Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bændaskólana og Félag héraðsráðu-
nauta um gerð á efni, sem getur auðveldað héraðsráðunautum leiðbeininga-
störf á vegum búnaðarsambandanna.
I því sambandi bendir þingið á, aó héraðsráóunautar geti leitaó eftir efni
á einstökum sviöum í aðgengilegu formi til notkunar.
Ennfremur að landsráðunautar, rannsóknarmenn og kennarar veki athygli á
erlendu efni, sem þeir telji, að nýtist í leiðbeiningaþjónustu hérlendis.
Mál nr. 14, 15 og 16
Erindi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga um framkvœmd jarðrœktar-
laga, Erindi Búnaðarsambands Borgarfjarðar um greiðslur framlaga
vegna framkvœmda samkvœmt jarðrœktarlögum og Erindi Gunnars
Sœmundssonar um jarðrœktarlög og framkvœmd þeirra.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjóm Búnaðarfélags Islands aó leita allra tiltækra
leiða til þess, að framlög til jarðabóta verði greidd samkvæmt jarðræktar-
lögum, og þannig verói bætt úr því ófremdarástandi, sem skapazt hefur hjá
þeim bændum, sem lagt hafa í kostnað við jarða- og húsabætur, sem njóta
skulu framlags.
Jafnframt leggur þingiö áherzlu á, aó jarðræktarlögin verði gerð virk á
nýjan leik með því að fella úr gildi síðustu málsgrein 12. gr. laganna, en hún
takmarkar skyldur ríkisjóðs til að greiða lögboðin framlög til jarðabóta.
Þingið getur hins vegar fallizt á, að sett veröi í lögin ákvæði um há-
marksupphæð, sem árlega verði greidd úr ríkissjóði til jarðabóta skv. jarð-
ræktarlögum.
Búnaðarþing ítrekar ályktun sína frá 1993 (mál nr. 42) um jarðræktarlög.
Mál nr. 15
Erindi Búnaðarsambands Borgarfjarðar um greiðslu framlaga vegna
framkvœmda samkvœmt jarðrœktarlögum.
Málið afgreitt meó máli nr. 14.
164