Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 182
2. grein
Bændasamtökin gegna tvíþættu hlutverki. Annars vegar gæta þau hags-
muna bændastéttarinnar og sameina bændur um þá. Það gera þau með því
að:
A. móta stefnu í málefnum bænda, einstakra búgreina og landbúnaðarins í
heiid.
B. vera málssvari bændastéttarinnar gagnvart ríkisvaldinu og öðrum aóil-
um þjóðfélagsins, sem stéttin hefur samskipti viö.
C. beita sér fyrir nýmælum i löggjöf og breytingum á eldri lögum, er til
framfara horfa og snerta bændastéttina og landbúnaðinn.
D. hafa vakandi auga með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum landbún-
aðarins og kappkosta með því að tryggja þeim lífskjör í samræmi við
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
E. annast samningagerð af hálfu bænda, t.d. um framleiðslustjómun, verð-
lagningu búvara og kjör starfsfólks í landbúnaði.
F. veita umsögn um lagafrumvörp eftir því, sem óskað er eftir.
G. koma fram fyrir hönd íslenzkra bænda gagnvart hliðstæðum samtökum
erlendis og annast samskipti við þau eftir því, sem ástæða þykir og til-
efni gefast til.
H. annast útgáfustarfsemi.
Hins vegar annast samtökin leiðbeiningaþjónustu í þágu landbúnaðarins
á Iandsvísu og styðja við hana á vegum búnaóarsambandanna. Ennfremur
annast þau verkefni í opinbera þágu, svo sem kveðið er á um í landslögum.
Þessi starfsemi felst meðal annars í eftirfarandi:
A. að vinna að framfömm í landbúnaði með því m.a. að ráöa landsráðu-
nauta, er hafi á hendi forystu um leiðbeiningar á viðkomandi sviðum,
samanber ákvæði búfjárræktar- og jaróræktarlaga.
B. að búnaðarsamböndin vinni á sama hátt að framfömm í landbúnaði
meó því aó hafa héraðsráðunauta, sem vinna samkvæmt ákvæðum
sömu Iaga.
C. að hafa á hendi framkvæmd mála, er Alþingi eða ríkisstjóm felur þeim.
D. að vinna aö kynbótastarfsemi, m.a. með því að eiga og reka djúpfryst-
ingarstöð fyrir búfjársæði, og annast eða hafa umsjón með afkvæma-
prófun kynbótagripa.
E. að annast útgáfustarfsemi eins og þörf krefur á hverjum tíma.
F. að hlutast til um, að gerðar séu hagnýtar rannsóknir og tilraunir á öllum
sviðum landbúnaðarins.
3. grein
Stjóm bændasamtakanna og stjómum aðildarfélaganna er heimilt að gera
176