Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 183
samning um verkaskiptingu, samanber 2. grein. Skal leitast við, að ábyrgð
og skyldur séu sem skýrastar í verkaskiptingu bændasamtakanna og að-
ildarfélaganna.
Nú óskar aðalfundur búgreinasambands/félags, sem hefur innan sinna
vébanda a.m.k. 2/3 hluta bænda í viókomandi búgrein og er aðili að bænda-
samtökunum, eftir því að fara meó forræði greinarinnar á tilteknum svið-
um, er aóalfundi bændasamtakanna heimilt að leggja því lið við ráðherra,
sbr. 2.mgr. 4.gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á
búvörum.
4. grein
Bændasamtökin skulu gæta þess að halda g<)óum tengslum við að-
ildarfélögin. Þá skulu bændasamtökin boða árlega til a.m.k. eins almenns
bændafundar á hverju búnaóarsambandssvæði í samráói við viðkomandi
búnaðarsamband. Þar skulu rædd verðlags- og markaðsmál og önnur mál-
efni stéttarinnar eftir því, sem tök eru á, og gerðar ályktanir eftir því, sem
efni standa til. A fundi þessa mæti a.m.k. einn aóalmaóur úr stjóm bænda-
samtakanna og aðalfundarfulltrúi eöa fulltrúar viókomandi svæðis.
5. grein
Kosningarétt innan bændasamtakanna hafa allir bændur, sem skráðir eru
félagar í aóildarfélagi bændasamtakanna skv. I. grein og hafa greitt tilskilin
gjöld til samtakanna.
6. grein
Þriðja hvert ár skulu kjömir fulltrúar til setu á Búnaðarþingi. Kjörgengi
hafa bændur, bústjórar og aórir búvöruframleiðendur og þjónustuaðilar,
sem búa á lögbýlum, enda séu þeir félagar í aðildarfélagi bændasamtakanna
skv. 1. grein, greiði tilskilin sj<)ða- og félagsgjöld og stundi búrekstur sem
verulegan hluta af tekjuöflun sinni.
Fjöldi fulltrúa með full réttindi skal vera sem hér segir:
Búnaðarsamband Kjalamesþings 1
Búnaðarsamband Borgarfjarðar 2
Búnaóarsamband Snæfellinga 1
Búnaðarsamband Dalamanna I
Búnaðarsamband Vestfjarða 2
Búnaóarsamband Strandamanna I
Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu 1
Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu 1
177