Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 185
Bændur í aðildarfélagi hafa rétt til að bera fram kjörlista. Þarf að lág-
marki 15% þeirra, en þó ekki fleiri en 30, að styðja lista, þar sem kosinn er
einn fulltrúi.
í þeim aðildarfélögum, sem kjósa fleiri en einn fulltrúa, þarf að lágmarki
15% bænda, en þó ekki fleiri en 60, að styðja lista. Kjörlisti, sem borinn er
fram fyrir aðalfund aðildarfélags, skal vera kominn til stjómar tíu dögum
fyrir aðalfund, og tilkynning um hann skal hafa borizt til fulltrúa fimm dög-
um fyrir fund. Vilji fulltrúar á aðalfundi bera fram kjörlista, þarf aö lág-
marki 1/4 fulltrúa að standa að slíkum lista.
Verði samþykkt að boða til kosninga meðal allra félagsmanna, þá er
stjóm aðildarfélags yfirkjörstjóm, og sér hún um undirbúning kosninga,
ákveður kjördag, tilgreinir kjördeildir og kjörstaði og skipar undirkjör-
stjómir, ef um fleiri en einn kjörstað er að ræða, og sér um að auglýsa kosn-
ingamar með tryggum hætti.
Nú á almenn kosning að fara fram, og skal þá yfirkjörstjóm sjá um geró
kjörseðla og dreifa þeim í kjördeildir og úrskuróa kjörskrár, en í upphafi
hvers aðalfundar skal liggja frammi félagatal, eins og það var fyrsta marz
það ár, og skulu koma fram athugasemdir við það á aðalfundi. Komi engar
athugasemdir fram, telst félagatal löglegt.
Kjörfundur má eigi standa skemur en í fimm klst., nema allir þeir, sem em á
kjörskrá, hafi greitt atkvæði. Um kosningu á kjörstað og meðferð atkvæða
gilda almennar reglur samanber kosningar til sveitarstjóma eða Alþingis.
Talning atkvæða skal fara fram eins fljótt og við verður komió og strax
að loknum kjörfundi, ef kosió er á einum stað, en annars, þegar atkvæði
hafa borizt frá undirkjörstjómum, en undirkjörstjómir skulu þegar að lokn-
um kjörfundi senda yfirkjörstjóm kjörgögn með tryggum hætti. Yfirkjör-
stjóm gengur formlega frá kjörbréfi fyrir kjöma fulltrúa aó lokinni talningu.
Stjóm aóildarfélags skal auglýsa aðalfund á því ári, sem kosningar eiga
að fara fram, með tryggum hætti og með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara.
8. grein
Búnaðarþing hefur æðsta vald í öllum málum bændasamtakanna. I upp-
hafi þess gefur formaður bændasamtakanna skýrslu um störf stjómarinnar
frá síóasta aðalfundi og gerir grein fyrir framtíðarhorfum.
Önnur verkefni fundarins em:
A. Afgreiðsla á reikningum samtakanna.
B. Umfjöllun og afgreiðsla mála.
C. Tillögugerð um tekjur og gjöld samtakanna (gerð fjárhagsáætlunar).
D. Kosningar.
E. Önnur mál.
179