Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 187
10. grein
Starfsfé bændasamtakanna er:
Tekjur af sjóöa- og félagsgjöldum.
Arður af eignum.
Þjónustugjöld og annað eigið aflafé.
Framlög af fjárlögum til leiðbeiningaþjónustu og annarrar starfsemi, sem
samtökunum er falin.
Bændasamtökin skipa starfsemi sinni þannig, að leiðbeiningaþjónustan
og önnur starfsemi, sem greitt er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinberu fé,
sé skýrt afmörkuð og með sérgreindan fjárhag.
Skal þess gætt við starfsskipulag hjá samtökunum, að haldið sé eðli-
legum samskiptum við opinbera aðila vegna þeirrar starfsemi, sem fyrir þá
er sinnt, samhliða því að gæta hagsmuna bænda skv. fyrri hluta 2. greinar.
11. grein
Fagráð skulu starfa í hverri búgrein. í þeim skulu vera starfandi fram-
leiðendur í hverri grein, að jafnaði skipaðir af viðkomandi búgreinasam-
bandi, og einn ráðunautur bændasamtakanna í viðkomandi búgrein. Með
fagráðum starfa sérfróðir aðilar, er vinna við rannsóknir, leiðbeiningar og
kennslu í viðkomandi búgrein. Verkefni fagráöa er að fjalla um fræðslu-
starfsemi og rannsóknir í viðkomandi búgrein og önnur mál, er stjóm
bændasamtakanna kann að vísa þangað til umsagnar eða afgreiðslu.
12. grein
Stjómin fer með mál bændasamtakanna milli aðalfunda og fylgir álykt-
unum þeirra eftir. Stjómin ræður starfsfólk eftir þörfum og skipar menn til
að annast samninga um verðlag búvara, framleiðslumagn og önnur kjara-
mál bændastéttarinnar samkvæmt ákvæðum laga nr. 99/1993, sbr. 2. grein.
Nú er um að ræða mikilsverðar ákvarðanir í kjaramálum eða öðmm
hagsmunamálum bændastéttarinnar, og skal þá boðað til sérstaks fulltrúa-
fundar, er ákvarði um málið eða vísi því til almennrar atkvæðagreiðslu
meðal bænda.
13. grein
Stjómarfundir skulu haldnir svo oft sem þörf krefur. í fjarveru stjómar-
manns skal kalla til varamann. Falli aðalstjómarmaður frá eða verði að
hætta störfum í stjóminni, skal varamaður hans taka þar sæti sem aðalmað-
ur, en næsta Búnaðarþing kýs nýjan varamann í hans staö. Stjóm kýs 1. og
2. varaformann, og skipa þeir ásamt formanni framkvæmdanefnd stjómar,
er hafa skal skipulegt samráð milli funda og leysa mál, sem ekki er gerlegt
að fresta til næsta stjómarfundar.
181