Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 188
Formaóur stýrir fundum stjómar og er málsvari félagsins út á við, en
varaformaöur/formenn í forföllum hans. Hann er prókúruhafi bændasam-
takanna og annast daglega yfirstjóm.
Stjómin heldur gjörðabók, er þeir fundarmenn undirrita, sem sitja við-
komandi stjómarfundi.
14. grein
Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Löggiltur endurskoöandi fram-
kvæmir venjubundna endurskoðun, og skoðunarmaóur skal auk þeirrar
endurskoðunar, sem talin er nauðsynleg, kynna sér starfrækslu félagsins
yfirleitt og gera sérstaklega grein fyrir þeim frávikum, er kunna aó verða
frá fjárhagsáætlun Búnaðarþings. Þeir skulu eiga aðgang að öllum skjölum,
hvenær sem er á starfstíma félagsins, og er stjóm og starfsmönnum sam-
takanna skylt aó veita þeim þær upplýsingar, sem eru nauðsynlegar til
framkvæmdar starfsins.
Opinberum aðilum er heimilt að láta endurskoða þann hluta af reikn-
ingum félagsins, er lúta að því starfi, er samtökin sinna í opinbera þágu.
15. grein
Stjómir búnaðarsambanda og búgreinasambanda skulu vera stjóm
bændasamtakanna til aðstoðar um allt það, er að félagssamtökunum lýtur,
og sinna þeim verkefnum, er hún kann að fela þeim. Leitast skal við að
haga gjaldtöku til aðildarfélaga bændasamtakanna þannig, að allir bændur
sjái sér fært að vera félagar.
16. grein
Samþykktum þessum má aðeins breyta á Búnaðarþingi, og þarf til þess
samþykki a.m.k. 2/3 hluta fulltrúa á lögmætum fundi.
FYLGISKJAL MEÐ MÁLINR. 32
Greinargerð um störf sameiningarnefndar
Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda.
Aðdragandi.
Þann 11. júní 1993 samþykkti stjóm Stéttarsambands bænda að óska
eftir viðræðum við Búnaðarfélag Islands um möguleika á að sameina Bún-
aðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda. Þessi samþykkt var send stjóm
Búnaðarfélags Islands.
Aðdragandi að þessari samþykkt var fjöldi ályktana og samþykkta frá kjör-
mannafundum, búnaðarsambandsfundum og fráeinstökum búnaðarfélögum.
182