Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 189
Stjóm Búnaðarfélags íslands samþykkti á fundi sínum þann 14. júní að
óska eftir sameiginlegum fundi stjómanna um þessar hugmyndir.
Þann 21. júlí komu stjómimar saman til fundar. Á þeim fundi var farió
almennt yfir málið. Þá var ákveðið, að hvor aðili tilnefndi 3 menn í við-
ræðunefnd.
Á fundi stjómar Búnaðarfélags íslands þann sama dag tilnefndi hún þá
Jón Helgason, Hermann Sigurjónsson og Gunnar Sæmundsson. Á sama
hátt tilnefndi stjóm Stéttarsambands bænda þá Hauk Halldórsson, Þórólf
Sveinsson og Guðmund Stefánsson.
Störf nefndarinnar.
Alls hefur nefndin haldið 11 fundi til þessa. Fyrsti fundurinn var haldinn
10. ágúst. Samþykkt var, að formennimir stjómuðu fundum til skiptis.
Ákveðið var, að formenn félaganna hefðu samband við landbúnaðar-
ráðherra um þau atriði, sem málið varðar og tengjast hinu opinbera. Þá var
ákveðið að leita aðstoðar lögfræðings. Það var svo á fundi nefndarinnar 3.
september, að mættur var Eiríkur Tómasson, lögmaður. Var rætt vió hann
um ýmis mál, er varða lagalega hlið hugsanlegrar sameiningar. Þá var
einnig kominn listi með upplýsingum um þau lög og þær reglugerðir, sem á
einhvem hátt snerta samtökin. Samþykkt var að fá Eirík til að vinna áfram
fyrir nefndina. Nefndin hefur mjög fjallað um lífeyrissjóðsréttindi starfs-
manna, og er einhugur um að leysa þau mál þannig, að viðunandi sé fyrir
núverandi starfsmenn og skerði ekki réttindi þeirra.
Þegar rætt er um hugsanlegan spamað við sameiningu, má meðal annars
nefna einn aðalfund og eina stjóm. Vinnuspamaður ætti einnig að verða, til
dæmis er varðar margs konar umsagnir, sem bændasamtökin em beóin um, og
í alls konar fundarsetum, þar sem stundum hafa mætt fulltrúar frá báðum
aðilum. Þá má vafalaust spara í erlendum samskiptum, og fleira mætti nefna.
Fulltrúar Stéttarsambands bænda í viðræðunefndinni hafa haldið fund
með forystumönnum búgreinasamtakanna, en þeir hafa ekki komið að
málinu á annan hátt.
Telja verður mjög mikilvægt að efla samstöðu allra bænda um gmnd-
vallaratriði. Þá hefur verið leitað upplýsinga víðar, meðal annars kom á
fund nefndarinnar Þorleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins. Hann fór yfir aðdraganda og þá vinnu, sem fór fram við sameiningu
hinna margvíslegu félaga iðnaðarins, sem áður störfuðu.
Viðræðunefndin ákvað tiltölulega fljótt að stefna að því að leggja fyrstu
hugmyndir sínar fyrir Bunaðarþing 1994 til skoóunar. Af eðlilegum astæð-
um hafa ekki allir hlutir verið mótaðir nú. Hér á eftir verður farið yfir
nokkra þá liði, sem fjallað hefur verið um, þó að sú umfjöllun sé misjafn-
lega langt á veg komin.
183