Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 190
Nufn félaf’sins.
Vinnunafn nefndarinnar hefur verið Bændasamtök Islands. Nægir aö
nefna sem rök fyrir því vinnunafni, að þegar við hringjum hingað, þá er
svarað „Bændasamtökin“.
Ymsar hugmyndir hafa verið ræddar, og til greina kæmi að láta bændur
segja álit sitt á, hvert nafnið á að vera, í skoðanakönnun.
Samþykkrir.
Hér með fylgja drög að samþykktum fyrir sameinað félag. Hér hefur
verið reynt að tengja saman lög félaganna, eins og kostur er, og ná þeim
markmiðum, að eftir standi ein, öflug heildarsamtök bænda. Þá er ljóst, að
það verður fyrsti aðalfundur sameinaðra samtaka, sem endanlega gengur
frá samþykktum.
Starfsmannahald.
Ekki eru uppi neinar hugmyndir um að draga úr þeirri þjónustu, sem hér
er veitt nú. Vissulega getur þurft aö breyta starfssviði einhverra starfs-
manna, en það getur ekki talist eðlilegt, að þessi nefnd geri tillögur þar um.
Það verður formleg stjóm að gera, ef til kemur.
Um ei^nir féla^anna.
Talað hefur verið um, að eignir Stéttarsambands bænda og Búnaðarfé-
lags íslands gangi óskiptar til sameinaðra samtaka. Ekki væri óeðlilegt, að
settar verði nánari reglur þar um á síðari stigum, en í dag eru engin ákvæði
um, hvað gera skal, ef félögum þessum er slitið eða einhver aðili segir
skiliö við þau.
Urn frekari málsmeöferð.
Málið fer nú til Búnaðarþings. Þar mun væntanlega koma fram afstaða
þingsins til sameiningar, þar sem Búnaðarþing hefur ekki fjallað um málið,
t.d. eins og aðalfundur Stéttarsambands bænda gerði á liðnu hausti, en þar
fékk málið gcrðan stuöning. Taki Búnaðarþing jákvæða afstcjðu til málsins,
gerir það væntanlega sínar athugasemdir við framkomnar hugmyndir og
gefur stjcjm Búnaðarfélags Islands umboð til að vinna að því áfram.
Jafnframt verði öllum búnaðarsamböndum, búgreinasamtökum og full-
trúum á aðalfundi Stéttarsambands bænda send þau gögn, sem fyrir liggja
um málið til kynningar.
Sameiningarnefnd vinnur síðan úr þeim athugasemdum, sem berast, og
setur upp áætlun um frekari kynningu úti á meðal bænda, til dæmis með
kynningarfundum.
Efnt verði til skoðanakönnunar meðal bænda, þar sem spurt verður til
184