Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 193
að tryggja það, að samkeppnisaðstaða innlendrar landbúnaðarframleiðslu
gagnvart innflutningi verði á jafnréttisgrundvelli. Vinnuskjalið ákvarðar
einnig betur en aðrar tillögur, að rekstrarumhverfi landbúnaðarins liggi fyrir
til nokkurs tíma. Slíkt er grundvallaratriði vegna langra framleiðsluferla í
búvöruframleiðslunni. Því er óhjákvæmilegt, að nú þegar sé eitt allri óvissu
um rekstrarumhverfi landbúnaðarins á komandi árum.
Mál nr. 34
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu
og sölu á búvörum, nr. 99/1993 með síðari breytingum, 324. mál 117. lög-
gjafarþings 1993-94.
I
Málið afgreitt með máli nr. 33.
Mál nr. 35
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 76/1970 um lax- og silungs-
veiðar.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 12
samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur skoðað frumvarp til laga um breytingu á lögum um
lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, sem landbúnaðarráðuneytið hefur sent til
umsagnar. Hér eru gerðar örfáar tillögur um breytingar og ábendingar um
atriði, sem Búiiaðarþing telur rétt að skoða betur.
Þær eru þessar:
1. I orðaskýringum 1. gr.
a) Við liðinn Fiskeldi komi orðin „fóðrun vatnafiska" í stað „fóðrun
laxfiska“. Samsvarandi breytingar á öðrum stöðum í orðskýringum.
b) Við liðinn Hafbeit til stangarveiði falli burt orðhlutinn „laxa“ úr
orðinu „laxaframleiðslu“.
c) „Veiðimál“. Er fiskeldi „veiðimál“?
2. Rökstuðning vantar við ákvæði í 2. gr. staflið j., tölulið 4. um að tak-
marka notkun hafbeitarstofns við „sama landshluta", enda er það orða-
far ekki nánar skilgreint.
3. Þá telur Búnaðarþing rétt að huga betur að því, hvort lagasetning um
fiskeldi (sem fram fer í lokuðum kerjum eða tjömum án samgangs við
opið vatnakerfi), svo og rannsóknir, er það varða, eigi heima í þessum
lögum eða í sérstökum lögum, sem einnig væru í forræði landbúnaðar-
ráðuneytisins. Þetta á hins vegar ekki við um hafbeit, sem víða skarast
við veiði í ám og nýtir sömu vatnaleiðir og villtir fiskstofnar. Tekur
þessi athugasemd til efnis 5. og 6. gr. frumvarpsins.
187