Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 194
GREINARGERÐ:
Um 1. lið: Rétt viróist, að viðkomandi orðskýringar taki til a) allra vatna-
fiska, þ.m.t. áll; b) silungs jafnt og laxa; c) að fiskeldi er naumast „veiði-
mál“ í hefðbundnum skilningi.
Um 2. lið: Það er ekki rökstutt í greinargerð með frumvarpinu að tak-
marka beri notkun beztu hafbeitarstofna, sem völ er á, við „sama lands-
hluta“. Upplýst er, að hafbeitarfiskur lagast að þeim lífsháttum með kyn-
bótum í gegnum marga ættliði. Sé hann vegna eðlisbreytinga hættulegur til
æxlunar viö villifisk í ám, á það e.t.v. við einnig í „sama landshluta“. Það
orðafar þarfnast betri skilgreiningar, a.m.k. þá í reglugerð.
Um 3. lið: Það vekur umhugsun, hvort fiskeldi eigi svo skylt viö hin hefð-
bundnu veiðimál, að ástæða sé til að láta þessa löggjöf marka þeirri atvinnu-
grein lagaramma, falla undir stjóm veióimálastjóra og rannsókna- og tilrauna-
verksvió Veiðimálastofnunar. Hér er þó ekki gerð bein tillaga um að setja sér-
stök lög um fiskeldi, að sjálfsögðu á forræði landbúnaóarráðuneytis, en bent á,
að það kynni að vera skynsamleg leið. Hafbeit á hins vegar ótvírætt samleið
með almennum veiðimálum, enda nánast viðauki við náttúrlega fiskgengd.
Um önnur atriði:
Helztu breytingar á lögunum eru:
a) ýmisleg ákvæói tekin upp, er varða hafbeit og fiskeldi, en hvort tveggja
hefur skapaó sér allmikla sögu og verulega fyrirferð í atvinnulífi, síðan
gildandi lög voru sett.
b) ákvæði um Veiðimálastofnun, sem ekki hefur áður verið getið í lögum,
þótt hún hafi starfað í mörg ár. Henni er nú skipuð stjóm, ef frumvarpið
veróur að lögum. Er hún fimm manna, tilnefnd að verulegu leyti af
sömu aðilum og Veiðimálanefnd er nú.
c) fækkun í Veiðimálanefnd um tvo, og falla út úr henni fulltrúar Bún-
aðarfélags Islands og Hafrannsóknarstofnunar.
d) breyttar reglur um lengd veiðitíma í ám, sem má vera 3*/2 mánuður, og
í silungsvötnum, þar sem friðunartími er á valdi veiðifélags/veiðieig-
anda.
e) breyttar reglur um silungsveiði í sjó, sem ætla má, að víða fækki eitt-
hvað lögnum.
f) ákvæði, sem telja verður, að skyldi öll veiðifélög til aö vera í Lands-
sambandi veiðifélaga.
g) breyttar reglur um framlög ríkisins til veiðivörzlu, sem Landssamband
veióifélaga teiur, að séu veiðieigendum hagstæóari en hinar fyrri.
Búfjárræktamefnd hefur ekki talið ástæðu til athugasemda við þau atriði,
sem hér eru upp talin.
188