Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 195
Mál nr. 36
Erindi allsherjarnefndar um þjóðhagslega úttekt á afleiðingum af sam-
drœtti í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 15 sam-
hljóóa atkvæðum:
Búnaðarþing lýsir vonbrigóum sínum yfir því, að stjómvöld skuli ekki
hafa falið Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á afleióingum samdráttar í
mjólkur- og kindakjötsframleiðslu í atvinnulegu tilliti.
Því ítrekar þingið fyrri kröfur sínar um gerð þessarar úttektar. Þar komi
m.a. fram:
1. Afleiðingar samdráttar í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu í atvinnu-
legu tilliti, bæði meöal bænda, í úrvinnslu og þjónustu, þannig að fram
komi kostnaður þjóófélagsins af þessum sökum, kostnaður við sköpun
nýrra atvinnumöguleika og vegna líklegrar byggðaröskunar.
2. Hvort ekki geti verið þjóóhagslega hagkvæmt við núverandi aðstæóur að
nýta betur þá framleiðsluaóstöðu, sem nú er vannýtt í sveitum landsins, og
þann mannafla, sem þar er, með aukinni búvöruframleiðslu til útflutnings
og greiða útflutningsbætur aö einhverju marki í staó þess að auka á atvinnu-
leysi, meðan ekki hefur tekizt að byggja upp aðra möguleika á atvinnu.
3. Ahrif þegar gerðra milliríkjasamninga, svo sem EES og GATT samn-
inganna, ásamt tvíhliða viðskiptasamningum við ýmis lönd á innlenda
búvöruframleiðslu, bæði hvað varðar aukinn innflutning á búvörum og
meiri möguleika á útflutningi búvara.
Búnaðarþing felur stjóm Búnaóarfélags íslands að leita eftir stuðningi
landbúnaóarráðuneytis og landbúnaðamefndar Alþingis við að ná fram
gerð þessarar úttektar.
Mál nr. 37
Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir til að veita íslenzkri garðyrkju
viðunandi samkeppnisaðstöðu, 419. mál 117. löggjafarþings 1993-94.
Málið afgreitt meó eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 26 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur haft til umfjöllunar tillögu til þingsályktunar um ráð-
stafanir til að veita íslenzkri garðyrkju vióunandi samkeppnisaðstöðu.
Búnaðarþing lýsir fyllsta stuðningi við þingsályktunartillöguna og mælir
^eð, að hún verði samþykkt.
Búnaóarþing leggur mikla áherzlu á, að nú þegar verði hafnar raunhæfar
aögerðir til bjargar garðyrkjunni í landinu.
189