Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 196
Fyrir liggur, að fjórðungur garðyrkjustöðva í landinu eru of skuldsettar
til þess að eiga lífsvon í því rekstrarumhverfi, sem nú er. Sjáanlegt er, að
aðrar garðyrkjustöóvar stefna sömu leið, ef rekstrarskilyrði garðyrkjunnar
verða ekki bætt verulega frá því, sem nú er.
Búnaðarþing gerir þá eindregnu kröfu til landbúnaðarráðherra og ríkis-
stjómar, að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til að bæta stöóu garðyrkj-
unnar. Oðrum kosti mun hún að miklu leyti leggjast niður hér á landi og
fjöldi fólks missa eignir og atvinnu.
GREINARGERÐ:
A vegum Búnaðarfélags Islands stendur yfir könnun á fjárhagsstöðu 30
garðyrkjubænda, sem em mjög skuldsettir.
Ætla má, að þeir bændur geti ekki haldið áfram rekstri nema afkomu-
skilyrði í garðyrkju og ylrækt verói bætt verulega. Auk þess vex vandi
garðyrkjunnar verulega við það, að innflutningur á ýmsum tegundum
blóma og grænmetis er nú nær óheftur yfir vetrarmánuðina, og í mörgum
tilfellum er um niðurgreidda vöru að ræða eða undirboð. Við gerð EES
samningsins hefur ekki verið gætt að stöðu ylræktar og garðyrkju í sam-
keppni vió innflutninginn.
Sem nánari greinargerð með þessu erindi vísast til fylgiskjals með
ábendingum frá Sambandi garðyrkjubænda.
FYLGISKJAL MEÐ MÁLINR. 37
„Samband garðyrkjubænda leggur áherslu á eftirfarandi atriði:
1. Lœkkun sjóðagjalda.
Garðyrkjan verði færð úr B-flokki í A-flokk sbr. lög 15/1990, greiði
0,75% og 1,5%. Einnig aó sjóðagjöld verði ekki innheimt af íslenskri fram-
leiðslu á þeim tíma sem EES-samningurinn heimilar tollfrjálsan innflutning
garðyrkjuafurða.
2. Afnám tolla á rekstrar- og fjárfestingavörum.
Landbúnaðarráðuneytið hefur unnið málið fyrir sitt leyti og er málið nú í
höndum fjármálaráðuneytisins.
3. Endurgreiðslu söluskatts og tolla.
Garðyrkjan hefur verið að byggja sig upp til að mæta samkeppni erlendis
frá m.a með tæknibúnaði, lýsingu og fleira og hefur borið af því skatt-
lagningu sem kemur að sjálfsögðu fram í afurðaverði. Gamli söluskatturinn
var vió líði þegar flest gróðurhús voru byggð.
4. Lœkkun raforkuverðs.
Samband garðyrkjubænda vill að við viðmiðunarmörk þeirra raforku-
190