Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 200
fari annars úr landi. Jafnframt er í greinargerð ráðgert að fella úr gildi
reglugerð um Stofnvemdarsjóð hrossa. Því er Búnaöarþing ósammála
og leggur til, að þessari grein verði breytt í eftirfarandi atriðum:
a) 5% af fastagjaldinu renni í Stofnvemdarsjóð, er haldi áfram hlut-
verki sínu.
b) að gjaldþrep verði tvö (eða fleiri, ef réttara kynni að þykja), og verði
hross með gott kynbótamat í hærra gjaldþrepi (eða þrepum). Hrossa-
kynbótanefnd gefur út þá viðmióun við kynbótamat, sem við er mið-
að, bæði um þetta efni og að því, er varðar ákvæði 5. gr. um frestun
útflutnings. Rétt virðist, að í báðum tilvikum gæti þetta einnig tekið
til ósýndra hrossa með góða kynbótaspá.
6. Akvæði um dýralæknisskoðun em einfölduð, og er það til bóta. Rétt er
að staðfesta við lokaskoðun, að frostmerki beri saman við uppruna-
vottorð.
Mál nr. 43
Erindi allsherjarnefndar um rýmri heimildir til aðgerða á kjötmarkaði.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur ástandið á kjötmarkaðinum algjörlega óviðunandi og
þá sundrungu, sem þar ríkir, svo alvarlega ógnun við afkomu bænda að
einskis megi láta ófreistað til að ráða þar bót á. Þingið skorar á alla þá
bændur, sem stunda kjötframleiðslu, að standa fast saman um þá miklu
hagsmuni, sem felast í því, að skráð verð á kjöti til framleiðenda verði virt,
en ekki brotið niður meó ósamstöðu milli búgreina og einstaklinga innan
sömu greinar.
Búnaðarþing bendir á, að forystumenn einstakra búgreinafélaga á sviði
kjötframleiðslu bera þama mikla ábyrgð.
I þessu sambandi áréttar Búnaðarþing ályktun sína í máli nr. 7 1993.
Þingið skorar á Framleiðsluráð landbúnaðarins aó halda áfram viðræöum
við sláturleyfishafa og leita enn eftir raunhæfri samstöðu þeirra um úrbætur
á markaðsskipulagi og markaðssetningu á kjöti, sem tryggt getur
kjötframleiðendum eðlilegt verð fyrir kjötafurðir.
Komi í ljós, að ávinningur geti orðið að því að leita rýmri heimilda til
markaðsaðgerða en nú eru til staðar, leggur Búnaðarþing til, að þeirra verói
aflað með lögformlegum hætti.
Þingió beinir þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að styðja að fram-
gangi þeirra aðgerða, sem samstaða næst um, að nauðsynlegar séu.
194