Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 201
Mál nr. 44
Erindi fjárhagsnefndar um notendagjöld fyrir forritið Búbót.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var meó 26 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur nauðsynlegt, að gjöld fyrir forritið Búbót verði notuð
til ákveðinna, afmarkaóra verkefna, sem fyrst og fremst eru endurbætur,
viðhald og þjónusta við notendur forritsins ásamt samanburðarvinnu á
niðurstöðum. Til að standa straum af þessum verkþáttum samþykkir Bún-
aðarþing eftirfarandi gjaldskrá fyrir notendur Búbótar:
A. Stofngjald kr. 6.000.
B. Notendagjöld:
1. Einkaútgáfa kr. 5.000.
2. Fjölútgáfa fyrir bændur kr. 5.000 grunngjald og kr. 800 fyrir hvem
bónda umfram einn.
3. Fjölútgáfa fyrir búnaðarsambönd kr. 5.000 grunngjald og kr. 800 fyrir
hvem bónda, sem þjónað er.
4. Fjölútgáfa fyrir bókhaldsstofur. Þar gildi sérstakir samningar í hverju
tilfelli, sem m.a. kveði á um skil á gögnum.
Mál nr. 45
Erindi allsherjarnefndar um endurskoðun laga nr. 3511992 um forfalla-
þjónustu í sveitum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
I tilefni af samþykkt aðalfundar Stéttarsambands bænda 1993, þar sem
óskað er endurskoðunar laga nr. 35/1992 um forfallaþjónustu í sveitum,
leggur Búnaðarþing til, að skipuð verði þriggja manna nefnd til að endur-
skoða umrædd lög. Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda tilnefni
sinn manninn hvort, en landbúnaðarráðherra skipi þriðja manninn án til-
nefningar, og sé hann formaður nefndar.
Kosnar búfjárrœktarnefndir.
A 18. þingfundi, miðvikudaginn 9. marz, var kosið í búfjárræktamefndir
1994 til tveggja ára. Ein tillaga lá fyrir um skipan manna í nefndimar og
komu ekki fleiri fram. Forseti las nöfn manna í hverri nefnd fyrir sig, úr
hvaða hópi hver væri og hverjir gegndu formennsku.
Nefndimar em þannig skipaðar:
195