Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 208
Fyrstu verkefni samstarfsnefndarinnar, sem samkomulagið kveður á um
að taki til starfa, eru einkum tvíþætt. I fyrsta lagi að undirbúa í samvinnu
við landbúnaðarráðuneytið nauðsynlegar lagabreytingar vegna sameiningar.
I öðru lagi að ganga frá nauðsynlegum breytingum á starfsháttum sam-
takanna vegna sameiginlegs rekstrar frá næstu áramótum. Þær breytingar
munu að einhverju leyti byggjast á því, hvernig samkomulag tekst við
landbúnaðarráðuneytið um lagabreytingar og afgreiðslu þeirra á Alþingi. Er
því æskilegt, að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er um leið og
afgreiðsla Búnaðarþings og aðalfundar Stéttarsambands bænda liggur fyrii'.
Ljóst er, að samþykktir nýrra samtaka munu að nokkru leyti mótast að
lagabreytingum.
I öðrum hluta samkomulagsins eru ákvæði um kosningu á fulltrúum á
nýja Búnaðarþingið, og er þar í öllum mcginatriðum byggt á ákvæðunum,
sem lágu fyrir í drögum að samþykktunum.
I þriðja hluta samkomulagsins er tillaga að fundarsköpum fyrir hið nýja
Búnaðarþing. Er það gert til þess, að tillaga um þau liggi fyrir í upphafi
þess til samþykktar, þó að sjálfsögðu sé það á valdi þess að gera strax
breytingar á þeim.
Meirihluti stjórnar leggur þetta samkomulag fyrir Búnaðarþing til
afgreiðslu og leggur til, að það verði samþykkt. Sama gerir meirihluti
stjórnar Stéttarsambands bænda fyrir aðalfund þess. Komi fram tillögur um
að gera breytingar á samkomulaginu með viðbótarályktun, verður að ná
samstöðu um það milli fundanna, svo að þær nái fram að ganga. Að öðrum
kosti verður gengið til atkvæða um samkomulagið óbreytt.
I öðru lagi leggur meirihluti stjórnar Búnaðarfélags Islands fram viðauka
við lög Búnaðarfélags Islands. Þennan viðauka þarf að samþykkja, verði
samkomulagið samþykkt af báðum samtökunum. Það verður því ekki gert
fyrr en sú niðurstaða liggur fyrir. I þessum viðauka eru m.a ákvæði um, að
kosningar lil núverandi Búnaðarþings skuli ekki fara frant á þessu ári, og
síðan falli núgildandi lög Búnaðarfélags Islands úr gildi, þegar hinum
sameinuðu heildarsamtökum hafi verið settar samþykktir.
Þessar breytingar, sem hefur verið unnið að á skipulagi bændasamtak-
anna, eiga að sjálfsögðu rætur að rekja til þeirra miklu breytinga á þeim
aðstæðum, sem landbúnaðurinn á við að búa. Sennilega er það sama, sem
hefur haft mest áhrif að vekja þá umræðu meðal bænda. Breytingarnar eru
mjög margþættar, og er óhætt að fullyrða, að þær munu halda áfram að
verða á flestum sviðum. Margar þeirra eru jákvæðar, en við öllum verður
að bregðast á réttan hátt. Það, sem tvímælalaust hefur verið mest áberandi í
umræðu síðustu vikur og mánuði í sambandi við landbúnaðinn, er sú
breyting, sem er að verða á viðhorfi til náttúrunnar. Sífelll verður fleirum
ljóst, að framtíð mannkynsins byggist á því, að maðurinn lifi í nánu
202