Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 209
samræini við náttúruna og gæti þess að raska ekki jafnvægi hennar. Þegar
liafa komið fram mörg hættumerki um, að þess hafi ekki verið gætt, og það
geti orðið dýrkeypt að bæta tjónið, ef það á annað borð er í mannlegu valdi
að gera það.
Þessar staðreyndir eru íslenskum bændum ljósar, og þeir hafa sýnt það í
verki m.a. með þeim mikla árangri, sem kominn er í Ijós af starfi þeirra að
uppgræðslu landsins á síðustu árum og áratuguni. Það er líka ýmislegt, sem
bendir til þess, að íslenskir bændur geti orðið í fararbroddi um breytta
búskaparhætti og framleiðslu hollra matvæla.
Bændasamtökin ákváðu á s.l. hausti að taka þetta málefni föstum tökum.
Var Baldvin Jónsson fenginn til að vinna að því verkefni, m.a. með því að
fá hingað góða gesti í heimsókn til að líta á aðstæður og gefa góð ráð.
Ennþá er of snemmt að spá því, hver árangurinn verður, en með lilliti til
yfirlýsinga gestanna um möguleikana, sem þeir telja, að hér séu fyrir hendi,
og vilja þeirra til að fá að vera þátttakendur með að vinna að því að nota þá,
þá væri ófyrirgefanlegt að halda ekki áfram af fullri alvöru að kanna þessi
mál lil hlítar.
Af þeim sökum hefur stjórn Búnaðarfélags Islands samþykkl að leggja
fyrir þetta þing tillögu til ályktunar, sem byggist á þessum forsendum. Þar
með leggur Búnaðarfélag Islands áherslu á að gera það, sem í þess valdi
stendur, til að nýta vel hina fjölbreyltu landkosti, landbúnaðinum og þjóð-
inni allri til hagsbóta. Jafnframt undirstrikar það, að Búnaðarfélag Islands
er vel á verði um að halda vöku sinni og vill sækja fram, hvar sem þess er
kostur."
Að loknu ávarpi sínu sagði forseti þetta aukalega Búnaðarþing sett.
Þá fóru fram kosningar varaforseta, skrifara og starfsnefnda.
Varaforsetar voru kosnir:
Fyrsti varaforseti: Magnús Sigurðsson.
Annar varaforseti: Hermann Sigurjónsson.
Skrifarar voru kosnir:
Egill Jónsson og Páll Sigurjónsson.
Samþykkt var lillaga þess efnis, að fastanefndir og þingfararkaupsnefnd
yrðu skipaðar sömu fulltrúum og á síðasta Búnaðarþingi, sjá bls. 131-133.
Tækju varamenn þar sæti þeirra aðalmanna, sem sátu ekki þingið að þessu
sinni. Þrír aðrir aðalfulltrúar sóttu ekki þingið né varamenn þeirra og voru
því úr leik sem nefndarmenn.
Þessir fulltrúar sátu þingið:
Annabella Harðardóttir, bóndi, Hækingsdal,
Agústa Þorkelsdóttir, bóndi, Refsstað,
Bjarni Guðráðsson, bóndi, Nesi,
Egill Bjarnason, héraðsráðunautur, Sauðárkróki,
203