Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 212
Upptalning fulltrúa breytist í samræmi við það þannig:
Búnaðarsamband Vestfjarða 3
Búnaðarsamband Austurlands 3
Búnaðarsamband Suðurlands 6
3. gr.
Fyrri mgr. 7. greinar orðist svo:
I hverju búnaðarfélagi skal, eigi síðar en 1. október 1994, kjósa fulllrúa á
fulltrúafund búnaðarsambands, sbr. 8. grein. Tala fulltrúa fyrir hvert bún-
aðarfélag fer eftir fjölda félagsmanna þess, þannig að í búnaðarsam-
böndum, sem kjósa þrjá þingfulltrúa eða færri, skulu félög með 30 félaga
eða færri kjósa tvo fulltrúa, félög með 31-60 félaga kjósa þrjá, félög með
61-90 félaga kjósa fjóra og fjölmennari félög kjósa fimm. í búnaðar-
samböndum, sem kjósa fjóra þingfulltrúa eða fleiri, skulu félög með 30
félaga eða færri kjósa einn fulltrúa, félög með 31-60 félaga kjósa tvo, félög
með 61-90 félaga kjósa þrjá og fjölmennari félög kjósa fjóra. Búgreina-
félög, sem aðild eiga að búnaðarsambandi, skulu ennfremur og eigi síðar en
1. október 1994 kjósa livert um sig einn fulltrúa á fulllrúafund búnaðar-
sambands.
Voru atkvæði greidd um hverja grein fyrir sig. Allar voru þær sam-
þykktar samhljóða: 1. gr. með 23 atkvæðum, 2. gr. með 20 og 3. gr. með 22.
Málið í heild var síðan afgreitt með 22 atkvæðum gegn einu.
Hér á eftir er samkomulagið birt með þeim breytingum, sem Búnaðar-
þing gerði á því á aukaþinginu:
Samkomulag
í samræmi við niðurstöðu í allsherjarskoðanakönnun, sem fram fór
meðal bænda í maí- og júnímánuðum s.l. og byggð var á drögum að
samþykktum fyrir sameinuð samtök bænda, gera stjórnir Búnaðarfélags
Islands og Stéttarsambands bænda með sér svofellt
samkomulag:
I.
I. grein.
Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda verði sameinuð í ein
heildarsamtök bænda frá og með I. janúar 1995.
Hin nýju heildarsamtök taki frá þeim tíma við öllum eignum og
réttindum, svo og skuldum og skuldbindingum Búnaðarlelagsins og Stéttar-
sambandsins, hverju nafni sem nefnast.
206