Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 219
Fimm þingfulltrúar geta, m.a. meðan á umræðum stendur, krafist þess, að
mál verði tekið út af dagskrá eða nýtt mál tekið á dagskrá, og sker þingið
úr, ef forseti neitar að verða við slíkri kröfu.
19. grein.
Samstarfsnefnd tilnefnir einn af starfsmönnum hinna nýju samtaka til
þess að færa fundargerð þingsins undir umsjón forseta.
Fundargerð síðasta fundar liggi frammi a.m.k. í tvær klukkustundir, áður
en nýr fundur er setlur. Skal hún í fundarbyrjun borin upp til samþykktar og
síðan undirrituð af forseta. Heimilt er þó, sé þess óskað, að fresta samþykkt
fundargerðar lil næsta fundar, telji forseti það réttmæta ósk.
20. grein.
Málum, sem lögð eru fram á þinginu, skal vísa til nefndar umræðulaust.
Þó er forseta heimilt að leyfa flutningsmanni að reifa málið með stuttri
ræðu.
Eftir að nefndir hafa skilað áliti, skulu fara fram tvær umræður unt hvert
mál.
Heimilt er forseta að ákveða eina umræðu um einstök mál, ef enginn
mælir því gegn. Komi fram fyrirspurnir til samstarfsnefndar eða starfsmanna
hinna nýju samtaka, má forseti ákveða eina umræðu um þær. Sá, sem
fyrirspurn er beint til, hefur sama rétt til ræðutíma og framsögumenn nefnda.
21. grein.
Framsögumenn meiri- og minnihluta nefnda og flutningsmenn mála
mega taka þrisvar til máls við hverja umræðu. Öðrum er ekki heimilt að
tala oftar en tvisvar. Þó er auk þess heimilt að gera stutta athugasemd um
atkvæðagreiðslu, um gæslu þingskapa og til þess að bera af sér sakir.
Stjórnarmenn Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda hafa
málfrelsi og tillögurétt eins og hinir kjörnu þingfulltrúar.
Starfsmönnum hinna nýju samtaka er heimilt að tala einu sinni við
hverja umræðu í þeim málum, er snerta starfssvið þeirra sérstaklega. Auk
þess er þeim heimilt að gefa stuttar upplýsingar, ef þingfulltrúi óskar þess,
eða gera stuttar athugasemdir til þess að bera af sér sakir.
Forseti getur beint því til ræðumanna, að þeir stytti mál sitt, og dragist
umræður úr hófi fram, getur hann úrskurðað, að ræðutími hvers þing-
lulltrúa skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Einnig getur forseti
lagt til, að umræðu sé hætt. Sama rétl hafa fimm eða l'leiri þingfulltrúar.
Um slíka tillögu fer atkvæðagreiðsla fram umræðulaust.
Ekki má nema með leyfi forseta lesa upp prentað mál.
213