Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 222
2. grein.
Rekstur Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda verði sam-
einaður frá og með 1. janúar 1995. Starfsmenn Búnaðarfélagsins verði
sjálfkrafa starfsmenn hinna nýju heildarsamtaka frá þeim tíma.
Frá og nteð þeim tíma verði fjárreiður og bókhald hinna nýju heildar-
samtaka sameiginlegt, þó þannig, að leiðbeiningarþjónusta og önnur
starfsemi, sem greitl er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinberu fé, verði
skýrt afmörkuð í bókhaldi og með sérgreindan fjárhag.
3. grein.
Stjórnir Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda skulu, hvor
um sig, tilnefna þrjá menn í samstarfsnefnd. Skal nefndin taka til starfa eigi
síðar en 1. október 1994 og annast undirbúning að sameiningu Búnaðar-
félags Islands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök.
Frá og með 1. janúar 1995 og þar til fyrsta stjórn samtakanna hefur verið
kjörin fara stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda með
stjórn hinna nýju samtaka, ásamt samstarfsnefnd, eftir því sem stjórnirnar
gefa henni umboð til:
4. grein.
Fyrsta þing hinna nýju heildarsamtaka, Búnaðarþing, skal halda í mars-
mánuði 1995. Skal þingið m.a. setja samtökunum samþykktir, afgreiða
reikninga Búnaðarlélags íslands fyrir árið 1994, samþykkja fyrir hin nýju
heildarsamtök fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 og kjósa fyrstu stjórn þeirra.
Um skipun þingsins, kosningar til þess og þingsköp vísast til samkomulags
milli stjórna Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda, sem
undirritað var 19. ágúst 1994 með þeim breytingum, sem gerðar voru á því
á Auka-Búnaðarþingi og aðalfundi Stéttarsambands bænda 26. ágúsl 1994.
5. grein.
Kosning til Búnaðarþings, sem fram átti að fara á tímabilinu 1. maí til
31. október 1994 samkvæmt 9. grein í lögum þessum, fari ekki fram.
6. grein.
Jafnskjótt og hinum nýju heildarsamtökum hafa verið settar samþykktir
falla lög þessi sjálfkrafa úr gildi.
Mál nr. 3
Tillaga að ályktun itm umhverfis- ogframleiðslumál.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var nteð 21
samhljóða atkvæði:
216