Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 227
Dr. Páll A. Pálsson
Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum
Baráttan við bráðapestina
I þessari samantekt verður gerð stutt grein
fyrir bráðapest hér á landi og því tjóni sem
hún olli áður fyrr og baráttu manna við þenn-
an voðalega sjúkdóm.
Bráðapest er sjúkdómur sem leggst á sauð-
fé og dregur kindina til dauða oftast á fáein-
um klukkustundum. I sárum í vinstur kinda,
sem farast úr bráðapest má alltaf finna sér-
stakan loftfælinn sýkil (Vibrion septique) og
er hann talinn vera orsök þessa sjúkdóms.
Um langt skeið var bráðapest í sauðfé sá
sjúkdómur hér á landi sein olli inestu fjár-
hagstjóni bæði hjá einstökum bændum og
landinu í heild. Því var eðlilegt að víða væri
um bráðapest fjallað í ræðu og riti á síðustu öld meðan enn voru ekki fund-
in nein haldgóð ráð til að verjast henni.
Þessi sjúkdómur hefur hlotið ýinis nöl'n og fer nokkuð eftir því hvar er á
landinu, má þar t.d. nefna: bráðapest, bráðasótt, bráðafár, bráði, pest,
vinstrarfár, vinstrardrep, vinstrarsýki o.s.frv. Bráðapest er vel þekkt í Fær-
eyjum, Noregi og í Skotlandi og Wales. A Bretlandseyjuin er sjúkdómurinn
nefndur „braxy“.
Hér á landi hefur bráðapest verið þekkt lengi. Einna fyrstu heimildir um
veikina mun vera að finna í bæklingi eftir Friderik Wilhelm Hastfer, en
honum var á sínum tíma falið að koma á fót kynbótabúi innfluttts fjár að
Elliðavatni árið 1756. Bæklingur þessi sem prentaður var í Kaupmanna-
höfn 1761 ber nal'nið „Hugleiðingar og álit um stiptan lögum og með-
höndlun eins vel tilbúins Sehæfferies“. Þar segir m.a. „Bráðasótt er það
þegar l'éð óvörum og jafnvel þá það er hvað lystilegast, dettur dautt niður í
haganum. Orsök til sýki þessarar er vissulega sú að féð étur eitthvað ban-
vænlegt. Annars vita menn og að féð (engvu síður en aðrar skepnur) fær
svokallað slag með soddan grimmd að það deyr allt í einu.“
Arið 1789 kom út í Hrappsey bók Magnúsar Ketilssonar sýslumanns:
..Undirvísun um þá íslensku sauðfjárhirðing". Þar getur Magnús um bráða-
Pest, telur hana algenga í Breiðafjarðareyjum og hafi flutst þaðan í land í
Dalasýslu. Magnús lýsir einkennum veikinnar og helstu sjúklegu breyting-
um sem er að finna á kindum sem l'arið höfðu úr pest og telur að fé á annan
vetur sé mest hætt við henni.
221