Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 230
Veturinn 1842-1843 olli bráðapestin óvenjumiklu tjóni víða um land.
Stiftamtmaður hvetur því alla sýslumenn til þess að kynna bændum ráð-
leggingar prófessors C. Viborg. Jafnframt skrifar stjórnin enn C. Viborg og
óskar eftir áliti hans á þessum miklu vanhöldum. Viborg bregst við og
skrifar alllangt bréf um eðli sjúkdómsins og þau ráð, sem hann taldi væn-
legust til varnar honum. Þessu bréfi, sem þýtt var á íslensku, var dreift í
500 eintökum til bænda, einkunt á Suður- og Vesturlandi: (prófessor
Viborg hafði aldrei tækifæri að athuga kind með bráðapest). Þessar
ráðleggingar voru að mestu þær sömu og Viborg hafði áður gefið og ollu
því engum straumhvörfum. Árið 1854 skrifar stiftamtmaður til Rentu-
kammersins í Kaupmannahöfn vegna óska Borgfirðinga og óskar nú eftir
að tveir reyndir dýralæknar verði sendir til landsins til ársdvalar til rann-
sókna á bráðapestinni, annar í Borgarfjörð, hinn í Rangárvallasýslu. Stjórn-
ardeildin taldi, miðað við fyrri reynslu, ekki rétt að verða við þessari beiðni
enda kostnaðarsamt. Heppilegra var talið að fela verkefnið dr. Jóni Hjalta-
lín (1807-1882), sem ávallt hafði sýnt þessu máli áhuga, enda væri hann
búsettur í Árnessýslu um þessar mundir þar sem mikil brögð höfðu verið
og voru af bráðapest í sauðfé.
Árið 1854 fól Trampe stiftamtmaður því Jóni Hjaltalín að rannsaka
bráðapestina á Suðurlandi, en Jón var þá búsettur á Eyrarbakka og átti að
gegna þar öðrum erindum fyrir stjórnvöld jafnframt.
Um rannsóknir sínar samdi Jón skýrslu: „Forelpbig Indberetning til
Indenrigs ministeriet om Fáresygen i Island.“
Þar lýsir Jón einkennum veikinnar mun nákvæmar heldur en áður hafði
verið gert enda þá orðinn reyndur og mikilsmetinn læknir.
Þá greinir hann ítarlega frá sjúklegum breytingum sem liann fann við
krufningu á pestarkindum, en líklegt sýnist að lýsing hans byggist á kind-
um sem krufðar voru nokkru eftir að þær drápust. Jón telur að smit liggi til
grundvallar veikinni enda þótt hún sé árstíðarbundin. Jón bendir á hina sér-
kennilegu lykt sem ávallt fylgir pestarkindum. Hann taldi stíflu eða hægða-
tregðu vera undanfara pestarinnar og ráðlagði því að hleypa á féð til að
draga úr pestarhættu, gefa fénu ornað hey og helst salta heyið (1 kút af saiti
í 20 hesta af heyi). Þar sem hann telur smit liggja til grundvallar ráðleggur
hann að bræla húsin með klórkalkblöndu.
Samkvæmt upplýsingum sem hann lét safna um tjón af völdum bráða-
pestarinnar kemur fram að á árunum 1849-1850 hafi um 6000 fjár á ári far-
ist úr pestinni í Suðuramtinu, mest löntb og veturgamalt.
Þessi skýrsla Jóns er sennilega sú fyrsta sem læknisfróður maður lætur
frá sér fara um þessa veiki og þvf mjög athyglisverð enda stuðst við liana í
síðari skrifum um bráðapest hér á landi og erlendis. Skýrsla Jóns var send
danska Dýralæknaráðinu, en ráðið taldi skýrsluna ekki við hæfi almenn-
ings, þar sem hún væri of vísindaleg og var hún lögð lil hliðar. Síðar ritaði
224