Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 231
Jón margar alþýðlegar greinar um bráðapestina m.a. í ritin Hirði og Heii-
brigðistíðindi sem hann gaf út.
Snorri Jónsson dýralæknir (1844-1879) skrifaði langa ritgerð um búfjár-
sjúkdóma á Islandi er út kom árið 1879. Þar getur hann ítarlega urn bráða-
pest og l'leiri greinar ritaði hann um húsdýrasjúkdóma.
Snorri telur að smit sé undirrót pestarinnar en skortir aðstöðu til að stað-
festa það með tilraunum.
Vitnar hann til þess að prestur, sem var smáskamintalæknir, hafi ætlað
að koma í veg fyrir pestina með því að gefa nokkrum kindum sínum kjöt-
bita af kind sem hafði farist úr pestinni. Það fór á annan veg, kindurnar
veiktust og drápust úr pest.
Smitefnið telur Snorri mjög lífseigt og nefnir dænti um hvernig veikin
virðist hafa borist með fjárflutningum milli bæja.
Arið 1879 telur Snorri að bráðapest sé þekkt um allt land, en upp úr
aldamótum 1800 hafi pestin verið mun sjaldgæfari og oftast bundin við
sjávarjarðir.
I bæklingi sein Jón Sigurðsson forseti skrifaði „Um bráðasóttina á Is-
landi“ og út kom sérprentaður í Kaupmannahöfn 1875 reyndi hann að gera
grein fyrir tjóni því sem pestin olli. Samkvæmt skýrslum sem safnað var
um allt land kont í ljós að tjónið var mjög mismikið eftir landshlutum.
Mest var tjónið í Sunnlendingafjórðungi en minnst í Norðlendingatjórð-
ungi. Veturinn 1870-1871 er talið að 11.000-12.000 fjár hafi farist úr
bráðapest á öllu landinu, en þann vetur gerði pestin heldur lítið vart við sig
eftir því sem verið hafði næstu ár á undan.
I skrifum sínum átelur Snorri Jónsson opinbera aðila og segir m.a.: „í öll
þau ár sem bráðapestin hefur geisað hér hefur svo að segja ekkert verið
gert af háll'u hins opinbera til að sporna við fjárfelli þessum.“ Hann átelur
Alþingi sérstaklega fyrir deyfð í þessu máli.
Oftast eru það sömu eða svipuð ráð sent finna má í skrifum um bráða-
pest frá þessum tíma.
Snorri Jónsson leggur áherslu á að bæta húsakost, því að fjárhús séu
alltof víða þröng, loftlítil og dimm. Hann tekur mönnum vara við að hleypa
fé soltnu á hrímaða jörð og bæta þurfi meðferð ljársins yfirleitt.
Eftir að hafa l'arið yfir fjölmargar skýrslur og umsagnir bænda um tjón
al völdum bráðapestar víðsvega að af landinu, telur Snorri Jónsson vafa-
lílið „að þar sem best er með féð l'arið, þar gerir fárið minnst vart við sig.“
I ritgerð sinni um bráðasóttina tekur Jón Sigurðsson forseti mjög í sama
streng og Snorri. Hann leggur höfuðáherslu á fjárræktina, velja líffé undan
vænum þroskamiklum foreldrum, vanda uppeldi og meðferð svo sem kostur
er °g ekki lætur Jón hjá líða að minnast á baðanir til að verja féð óþrifum.
Þau læknisráð sem helst var haldið á lofti lil varnar bráðapestinni á þess-
u'n tíma voru m.a.: Undursalt (Sal.mirabile Glauberi, Glaubersalt) upp-
225