Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 236
farinn að nota þá aðferð til að fá tryggara hráefni við gerð bóluefnis heldur
en fékkst ef nýru voru notuð.
Nokkru síðar var svo farið að nota hreinan gróður af pestarsýklum við
gerð bóluefnis, og með því hægt að hafa stjórn á ýmsum þáttum við gerð
þess.
Prófessor C.O. Jensen notaði aðallega fjórar aðferðir þegar hann var að
prófa bóluefni gegn bráðapest en hafa verður í huga að um síðustu aldamót
má segja að öll framleiðsla á ónæmisefnum hafi verið á byrjunarstigi.
Rannsóknir Jensens voru auk þess mjög örðugar þar sem bóluefnið var
framleitt í Danmörku en síðan þurfti að sannprófa það hér á landi á
íslensku fé við aðstæður hér og byggja síðan nauðsynlegar breytingar og
endurbætur á þeim niðurstöðum sem frá íslandi bárust eftir að bólusetningu
var lokið á hverjum vetri. Verkið vannst því seint.
Það mun hafa verið árið 1897 sem Magnús Einarsson dýralæknir (1870-
1927) notaði fyrst „danska bóluefnið“, eins og það var nefnt, hér á landi.
Aðallega voru reyndar hér á landi eftirtaldar gerðir þessa danska bóluefnis:
„Hvíta“ bóluefnið, svo nefnt af því að það kom í glösum með hvítum
miða, voru sporar af bráðapestarsýklum, sem höfðu verið deyfðir hæfilega
mikið til að kindin þyldi þá, þegar hún var bólusett með þeim.
„Rauða“ bóluefnið, kom í glösum með rauðum miða, var blanda af pest-
arsýklasporum og sermi úr hrossunt sem dæld höl'ðu verið reglulega með
gróðri af pestarsýklum. Var bóluefni þetta sérstaklega ætlað til þess að taka
fyrir pestina þar sem hún færi skyndilega að drepa fé.
„Bláa“ bóluefnið kom í glösum með bláum miða og var með sömu
þáttum og voru í „rauða“bóluefninu en innihald mun ntinna af hrossasermi.
Þetta svonenda „sero-vaccine“ var sú tegundin sem hélt velli eftir að „til-
raunaárin“voru að baki.
Fjórða efnið sem reynt var, voru silkiþræðir með viðloðandi bráðapest-
arsporum. Var þráðurinn færður með þar til gjörðri nál undir húð kindar-
innar innanvert á lærinu. Nokkra leikni þurfti við að þræða þessa silki-
spotta undir skinnið svo að vel færi. Þessi tegund var notuð skamma hríð.
Magnús Einarsson dýralæknir í Reykjavík sá um að leiðbeina bólusetn-
ingarmönnum, skrifa og safna skýrslum og útdeila bóluefninu, sem látið
var af hendi án endurgjalds öll þau ár sem tilraunir stóðu yfir eða fram til
ársins 1910. Sinnti Magnús því starfi sem öðrum sem honum var til trúað
með einbeitni og þrautseigju eins og glöggt kemur fram í fjölda greina sem
hann ritaði um bólusetninguna á þessum árum og birtust í tímaritinu
„Frey.“
Eins og vænta mátti urðu í byrjun slys af notkun bóluefnisins meðan
verið var að prófa það, en smám saman hurfu anmarkarnir, en þráfaldlega
230