Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 242
Alla nítjándu öldina er hinsvegar verið að kvarta unt tjón af völdurn
bráðapestar hingað og þangað um landið, en þó virðist hún hafa legið niðri
ár og ár að mestu.
Ekki eru tiltækar neinar samfelldar tölur um tjón af völduni sjúkdóms-
ins, en vafalaust er að tjónið hefur verið geysimikið ef litið er á landið sem
heild eins og glöggt kemur fram í ritgerð Jón Sigurðssonar forseta um fjár-
sóttina sem áður er getið.
Þó að sárasjaldan hafi tekist að sýkja kindur með því að hella ofan í þær
miklu magni af bráðapestarsýklum og þeir fullnægi því ekki þeim kröfum
sem almennt eru gerðar til sjúkdómsvalda er það nú almenn skoðun að sýk-
illinn Vibrion septique og eiturefni sem hann myndar valdi bráðapest eins
og áður er vikið að.
Sýkill þessi myndar spora eða gró sem eru mjög lífseig, geta lifað árum
saman. Oft finnst sýkillinn í saur heilbrigðra kinda og er því víða að finna
þar sem bráðapestar verður vart.
Sýkillinn er loftfælinn, myndar sterk eiturefni sem virka m.a. á blóðrásar-
kerfið og framleiðir lofttegundir, sem hafa sérkennilega og óþægilega lykt.
Það hefur hinsvegar vafist fyrir mönnum fram til þessa að sýna fram á
hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til þess að sýklarnir geti náð fót-
festu í slímhúð vinstrarinnar og valdið þar svo ákafri bólgu og hraðri
myndum eiturefna að þau vinna á kindinni á nokkrum klukkustundum.
Reynsla hér á landi hefur sýnt að innferð pestarsýkla í slímhúð vinstrar-
innar sem leiðir til bráðapestar verður langoftast á haustin eða fyrripart
vetrar þegar snögg veðrabrigði verða, ekki síst þegar hrím fellur á auða
jörð. Þá þóttust menn líka hafa reynslu fyrir því að fé sem lenti í kulda-
hrakningum eða ofreynslu við smalanir og rekstra væri sérlega pestarhætt.
Aðrir vildu kenna um fóðurbreytingum þegar fé var beitt á sölnuö og
trénuð grös. Því höfðu margir þann hátt á að hýsa fé á nóttinni um pestar-
tímann og gefa því lítilsháttar áður en því var sleppt til beitar að morgni.
Langoftast varð yngra féð, lömb og veturgamalt fé, fyrir barðinu á pestinni
þó að fyrir kæmi að hún tæki stöku sinnum eldra fé líka. Pestarhættast var
talið þar sem mýrlent var, minni hætta ef kvistlendi var í högunum, þó var
það ekki einhlítt. Akveðnar jarðir, pestarjarðir, skáru sig úr að því leyti að
þar var tjón af völdum bráðapestarinnar jafnan mest, enda þólt gróðurfar og
haglendi þar væri ekki mjög frábrugðið nágrannajörðum. Sumir hafa haldið
því fram að vinstrarormar, sem jafnan valda smásárum í slímhúð vinstrar-
innar, ættu þátt í að greiða pestarsýklum leið inn í slímhúð vinstrarinnar og
ormasýking og pestarhætta fylgdust að. Ekki hefur tekist að sannprófa það.
Áður fyrr voru gerðar ýmsar tilraunir til þess að kalla fram bráðapest í
haustlömbum. Þeim var gefin súpa af bráðapestarsýklum og jafnframt hellt
í þau muldu gleri eða þistlum til að særa slímhúðina í vinstrinni. Aðrir
reyndu að veikja slímhúðina með því að gefa tilraunakindunum ísgraut úr
236