Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 250
Að mínu áliti hníga rök að því að velja eigi fremur síðari leiðina. I fyrsta
lagi mundi fylgja því aukakostnaður að koma upp byggingum yfir kýr af
hreinu holdakyni jafnframt því að byggja yfir geldneyti, úr því að hýsa
verður alla nautgripi að vetrarlagi. I öðru lagi skapast teygjanlegt kerfi við
það að tengja nautakjötsframleiðslu mjólkurframleiðslunni, sem gerir það
kleift að auka eða draga úr framleiðslu annarrar hvorrar vörutegundarinnar
við og við eftir því, hvernig markaðshorfur eru. í þriðja lagi verða bændur,
sem rækta eingöngu holdanautgripi og selja aðeins nautakjöt, að bíða lengi
eftir því, að það fjármagn, sem bundið er í búrekstrinum, skili arði. Þeir
aftur á móti, sem framleiða bæði nautakjöt og mjólk, fá svo fljótt greiðslu
fyrir mjólkina, að þeir hafa efni á að bíða eftir arðinum af nautakjöts-
framleiðslunni. I fjórða lagi styður framleiðsla nautakjöts í sambandi við
mjólkurframleiðslu að því að bæta mjólkureiginleika næsta ættliðs mjólkur-
kúnna, þar sem lökustu mjólkurkýrnar eru látnar fá við nautum af holdakyni
og þannig komið í veg fyrir, að alið sé upp undan stritlum til viðhalds
mjólkurkúastofninum. I fimmta lagi virðast skilyrði á Islandi til nauta-
kjötsframleiðslu af þessu tagi vera sérstaklega hagkvæm, þar sem sumir
skaðvænlegustu nautgripasjúkdómar eru ekki fyrir hendi og kýrnar verða
langlífar og þess vegna þarf að setja á tiltölulega fáar kvígur til viðhalds
mjólkurkúastofninum. Framleiðsla nautakjöts á þennan hátt krefst þó
langtum betri aðbúnaðar við kálfauppeldi yfir vetrartímann en nú er fyrir
hendi. Þetta á einnig við um kvígur af mjólkurkúastofninum jafnframt því
sem mjólkurframleiðslan eykst. Það rými í fjósum, sem notað er fyrir
kvígur, væri notað á hagfelldari hátt með því að hafa fleiri kýr, en hafa
mætti kvígurnar, sem aldar eru til viðhalds stofninum, ásamt geldneytum af
holdakyni í ódýrari byggingum, ef til vill af svipaðri gerð og fjárhús með
grindum, þar sem hálm vantar til undirburðar. Kálfsveturinn þyrfti að fóðra
blendingana (sem þekkjast mundu á litnum), bæði naut- og kvígukálfa, mun
betur til þess, að bygging þeirra verði góð. Þetta ætti að vera hægt með því
að gefa þeim gott þurrhey, vothey og dálítið af fiskmjöli. Kálfar, sem náð
hafa góðum þroska á fyrsta vetri, ættu að þrífast vel á óræktuðu, framræstu
landi yfir sumarið. Við fitun blendinga ætti að vera hægt að komast af með
lélegra land fyrir kvígur en uxa.
Þar sem gæði Galloway blendinganna á búi Sandgræðslunnar í Gunnars-
holti eru allmikil (skrokkur af tveggja vetra uxa, sem ég sá þar, mundi hafa
flokkast sem góður á Smithfield markaðinum í London, eilítið lakari en
argentínskt kjöt er að jafnaði, en betra en kjöt frá Ástralíu), þá mætti vel
hefja nú þegar tilraun með því að bera saman einblendinga undan þeim og
íslenskum kúm við íslenska kynið og fá skorið úr því, hvaða fram-
leiðsluaðferðir eru vænlegastar. Slík tilraun mundi ekki eingöngu leiða í ljós
aukin kjötgæði við blöndunina, heldur mundi hún jafnframt veita aðstöðu til
244