Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 253
Galloway blendingar.
Nr. Faðir. Móðir. Frá. Kyn. Fæð. dagur.
4 Grettir Rauðka Laugardælum, Hraung. hr Naut 27/09/58
5 Grettir Síða Hraungerði, Hraung. hr Kvíga 12/10/58
6 Grettir Gretta Miklaholtshelli, Hraung. hr Kvíga 15/10/58
7 Grettir Hæra Laugardælum, Hraung. hr Kvíga 22/10/58
8 Grettir Rauðhetta Oddgeirshólum, Hraung. hr Naut 23/11/58
9 Grettir Stikla Skeggjastöðum, Hraung. hr Kvíga 23/10/58
12 Grettir Lind Halakoti, Hraungerðishr Kvíga 02/11/58
13 Grettir Laufa Laugardælunt, Hraung. hr Naut 04/11/58
14 Grettir Lukka Byggðarhorni, Sandvíkurhr Naut 02/11/58
17 Grettir Branda Laugardælum, Hraung. hr Naut 07/11/58
18 Grettir Lukka Oddgeirshólum. Hraung. hr Naut 09/11/58
25 Grettir Búkolla Stóra-Armóti, Hraung. hr Kvíga 12/11/58
28 Grettir Ósk Laugardælum, Hraung. hr Naut 19/11/58
30 Grettir Hlfð Laugardælum, Hraung. hr Naut 20/11/58
34 Grettir Stórlát Laugardælum, Hraung. hr Kvíga 28/11/58
36 Grettir Nettla Laugardælutn, Hraung. hr Kvíga 07/01/59
Vigtanir og mælingar.
Kálfarnir voru vegnir nýfæddir og vikulega fyrstu þrjá mánuðina, síðan
mánaðarlega til 6 mán. aldurs og eftir það á 3 mán. fresti til slátrunar.
Brjóstummálið var tekið mánaðarlega allt tímabilið. Fyrir slátrun voru tekin
ýmis útvortis mál. Eftir slátrun voru föll vegin og ýmis mál tekin af
skrokkhlutum og vöðvum. Þá voru mör og önnur líffæri sérvegin. Einnig
voru föllin gæðaflokkuð eftir amerísku matskerfi.
Fóðrun, vöxtur og fóðurnýting.
a. Fyrsti veturinn (1958-59).
Fóðurtafla fyrir kálfana fyrsta veturinn (frá fæðingu til útbeitar 1959) er
sýnd í töflu 2. Fyrstu sex mánuðina voru kálfarnir aldir á nýmjólk,
undanrennu, kjarnfóðri og heyi. Nýmjólk var gefin til 6 vikna aldurs, en
síðan eingöngu undanrenna. Byrjað var á að venja kálfana á undanrennu 4
vikna með því að blanda henni saman við nýmjólkina.
247