Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 258
Þurrhey var kálfunum gefið að vild á kvöldin allan veturinn og auk þess
á morgnana iíka þann tíma, sem vothey var ekki gefið. Þetta þurrhey var í
meðallagi að gæðum, svo að reiknað er með að 2 kg af því hafi þurft í
hverja fóðureiningu. Vothey var gefið á morgnana fram til 3. mars, og svo
aftur frá 24. apríl til 9. maí. Það vothey, sem gefið var fyrri hluta vetrarins,
til 3. mars,var með 20,3% þurrefni að meðaltali og sýrustig þess var 5,2.
Reiknað er með, að af því hafi þurft um 8,04 kg í hverja fóðureiningu.
Votheyið, sem gefið var síðari hluta vetrarins var mun rakara, þurrefnis-
magn þess var aðeins 17% svo að reiknað er með að af því hafi þurft um
9,85 kg í hverja fóðureiningu. Kjarnfóður var kálfunum gefið fyrstu 7
innistöðudagana og aftur frá 4. mars til útbeitar. Kjarnfóðurskammturinn
var 1 kg á kálf á dag. Kálfunum var gefið lýsi allan veturinn og fóðursalt
frá 1. des. Meðalfóðureyðsla á kálf yfir veturinn (229 dagar) hefur verið
937 kg þurrhey (468,5 Fe), 1874 kg vothey (221,7 Fe) og 98 kg kjarnfóður
(98 Fe); samtals 788,2 Fe.
Heilsufar kálfanna var gott þennan vetur, að því undanskildu, að lýs
ásóttu þá nokkuð fyrir áramót, en eftir böðun í byrjun janúar bar ekki
lengur á þeim.
Kálfarnir voru vigtaðir þrisvar yfir veturinn og er meðalþyngd þeirra og
vaxtarhraði sýndur í töflu 7.
Tafla 7. Meðalþungi og meðalþyngdaraukning kálfanna veturinn 1959-60.
Flokkur A B A B Uxar Kvígur
Tímabil Uxar Kvígur Uxar Kvígur Samtals Samtals Samtals Samtals
22/09 Þungi kg 242.4 220 203.4 178.5 231.2 191 222.9 199
30/12 Þungi kg 265.4 241. 8 223.4 195. 8 253.6 209. 6 244.4 218.8
22/9-30/12 Þ. auki g/dag 233 220 202 175 226 188 218 198
29/03 Þungi kg 292. 7 275. 7 251.8 222.6 284.2 237.2 272.3 249. 1
30/12-29/03 Þ. auki g/dag 303 377 316 298 340 307 310 338
02/06 Þungi kg 316 302.8 270.9 242.9 309.4 256.9 293. 5 272.9
29/3-02/06 Þ. auki g/dag 360 417 294 312 389 303 327 215
22/9-02/06 Þ. auki g/dag 294 326 266 254 309 255 279 285
p-gildi **
Vaxtarhraði kálfanna eykst eftir því, sem líður á veturinn, en er samt
nokkuð hægur allan veturinn. Á þessu tímabili þyngjast kvígur hraðar en
naut, en sá munur var ekki raunhæfur (p>0,05). Mestan vaxtarhraða yfír
veturinn höfðu kvígur í A-flokki, 326 g/dag að meðaltali, en minnstan
kvígur í B-flokki 254 g/dag að meðaltali. Galloway blendingarnir uxu enn
sem fyrr hraðar en íslensku kálfamir og var sá munur raunhæfur í 95%
tilfella (p<0,05).
252