Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 259
Meðalþyngdaraukning
á kálf í báðum flokkum á
tímabilinu frá 22. sept.
'59 til 2. júní '60 var 72,1
kg. Af þeim tíma voru
kálfarnir 25 daga á út-
haga og samkvæmt fyrri
útreikningum má áætla
fóðurneyslu á kálf á dag
um 4 Fe eða um 100 Fe á
kálf á þeim tíma. Hefur
fóðurneysla á kálf allan
tímann frá 22. sept. '59
til 2. júní '60 verið áætl-
uð 887,8 Fe og fóður-
eyðsla á hvert kg þyngd-
arauka samkvæmt því að
meðaltali 12,3 Fe. Eins
og áður sagði uxu kálfar í
A-flokki hraðar en kálfar
í B-flokki, meðalþyngd-
araukning A-flokkskálfa
var 78,2 kg, en kálfa í B-
flokki 66,0 kg. Þar eð
fóðrun fyrir kálfa í báð-
um flokkum var sam-
eiginleg, er ekki vitað
hvernig fóðrið skiptist
milli flokka, en sam-
kværnt reynslu frá fyrra vetri má búast við, að A-flokkskálfar hafí étið nrun
meira af gróffóðri en kálfarnir í B-flokki, en vegna meiri vaxtarhraða hefði
fóðurnýting þeirra á kg vaxtarauka einnig átt að vera betri en kálfanna í B-
flokki.
Jóhannes Eiríksson, tilraunastjóri t.v. heldur í íslenskan
grip úr tilrauninni og Þorleifur Finnsson, fjósameistari
t.h. er meö Galloway hlending úr sömu tilraun.
d. Sumarið 1960.
Sumarið 1960 var kálfunum beitt á sama beitilandið og árið áður, að
viðbættum 24 ha úthaga, svo að beitilandið náði sanrtals yfir 57,8 ha. Af
viðbótarlandinu náði mýrlendi yfir 16,4 ha, holt voru 3,1 ha og valllendi
meðfram Ölfusá var 4,5 ha. Áburður var borinn á 4 ha meðfram ánni, 1200
^g af kjarna, 400 kg af þrífosfati og 300 kg af kalí. Áburðarmagn á hvern
ha áborins lands hefur því numið 300 kg af kjarna, 100 kg af þrífosfati og
75 kg af kalí. Eins og sumarið áður höfðu þeir frjálsan aðgang að fóðursalti.
253