Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 265
Fallþungi blendinganna var að meðaltali 196,6 kg og alíslensku
nautgripanna 152,1 kg. Var fallþungi blendinganna því 44,5 kg nteiri og er
það háraunhæfur munur (p <0,001). Fallþungi Galloway uxanna var 203,2
kg, Galloway kvígnanna 190,1 kg, íslensku uxanna 158,4 kg og íslensku
kvígnanna 145,9 kg. Að meðaltali var fallþungi uxanna 12,8 kg meiri en
kvígnanna og er munurinn marktækur (p <0,05).
Kjötprósentan er hlutfall fallþunga af lífþunga og var að meðallali fyrir
alla skrokkana 49,2 %. Galloway blendingarnir voru með hærri
kjötprósentu (50,4%) en íslendingarnir (48,0 %). Munurinn er háraunhæfur
(p<0,001). Uxarnir voru með hærra kjöthlutfall (49,6%) en kvígumar
(48,8%). Munurinn var ekki raunhæfur. A þungabilinu 250-450 kg jókst
kjötprósentan um 1% að meðaltali fyrir hver 50 kg aukningu í lífþunga, en
sambandið var veikt (R2=22%).
Kjötprósentan getur verið allbreytileg og fer m. a. eftir því hve mikið af
fóðri er í meltingarvegi, hvenær fallþunginn er metinn eftir slátrun, en
skrokkurinn léttist þegar hann kólnar og þornar. Einnig er breytilegt hvort
nýru og nýrnamör séu vigtuð með. Talið er að munurinn geti orðið allt að
10% á sama skrokknum eftir aðstæðum.
259