Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 277
til verðs. Nú krefst hérlend verslun með nautakjöt þess, að það sé af dálítið
þroskaðri gripuin, nema að það sé ætlun yðar að flytja út alikálfakjöt, þá
þarf það að vera af mun yngri gripum en þessum.
Messrs. Thomas Barthwick and Sons Ltd. skrifuðu m. a. svohljóðandi:
1) „Alit okkar er að skrokkshelmingarnir A og C, þó að þyngdin sé
minni, séu sambærilegir við 3. flokks nautakjöt frá Astralíu, og skoðun
okkar er, að það myndi ekki vera eflirsótt í kjötverslunum, en gæti
hentað til vinnslu. Þó færi það eftir hlutfalli milli kjöts og beina.
2) Skrokkshelmingar B og D, þó að enn skorti á fullan þunga, myndu
vera sambærilegir við 2. flokks kjöt frá Ástralíu. Þó að þessir helming-
ar hæfðu betur kröfum kjötkaupmanna, þá álítum við að of rýrt bak og
lélegt vaxtarlag yrði yfirleitt þyrnir í augum kjötkaupmanna og væri
því erliðleikum háð að fá þá selda.
3) Við ráðleggjum að Bytja út skrokka í fjórðungum heldur en helming-
um“.
Messrs. Annour & Co. Ltd. skrifar m. a. eftirfarandi:
„Við erum sammála Sir John Hammond, varðandi sölumöguleika hér og
gæðamat á skrokkhelmingum. Þá viljum við taka fram eftirfarandi:
1. Litlu skrokkarnir A og C eru lakari en B og D með tilliti til gæða.
2. Ef helmingarnir B og D væru fluttir hingað kældir myndu þeir lenda í
neðstu flokkum yfir kælt nautakjöt.
3. Allir helmingarnir voru of magrir til að ná hámarksverði á markaðnum.
4. Fláning og frágangur var góður, en meiri aðgæslu yrði að sýna við að
taka innan úr þeim.
5. Kjötið ætti að flytja út í fjórðungum.
6. Sem stendur er talið ákjósanlegt að þungi innfluttra nautakjötsfjórðunga
sé frá 61,2 - 72,6 kg. Allir fjórðungarnir samkvæmt þessu eru of léttir
fyrir breskan markað.
(Hlutarnir vógu 31,8- 54.0 kg.).“
Álit Sigursteins Magnússonar, þá framkvæmdastjóra Sambands Isl.
Samvinnufélaga í Edinborg, var svohljóðandi: „í samanburði við annað kjöt
var þetta kjöt ekki eins gott. Fjórðungarnir voru mun léttari og magurt kjöt
fellur kjötkaupmönnum ekki vel í geð og myndi verða notað til vinnslu. Til
þess að fá hæsta markaðsverð, yrði kjötið að uppfylla ströngustu kröfur
kjötkaupmanna og þyrfti að flytjast út, kælt en ekki frosið“.
Á mynd 5 sést samanburðurinn við kælt nautakjöt frá Argentínu. Argent-
mufjórðungar, sem sjást á myndunum, vógu: Afturhlulinn 60,3 - 66,7 kg og
framhlulinn 49,4 - 49,9 kg. Á mynd merkt „D“ (mynd 6, afturhlutamir
aftast á myndinni) sést hvernig á að merkja útflutt kjöt. Helmingarnir 8 frá
Islandi voru stimplaðir á þremur stöðum „lceland", eins og á lambakjöti.
271