Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 281
Heimildir:
1. Hammond, J. (1958). Skýrsla um búfjárrækt á íslandi. Búnaðarrit árg.
71,1958:351-363.
2. Ólafur E. Stefánsson (1958). Nautgriparæktin 1957. Búnaðarrit árg.
71,1958:76-78.
3. Erlendur Jóhannsson (1983). Fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu.
Handbók bænda árg. 33,1983: 301-316.
4. Páll Sigbjömsson (1979). Samanburður á afurðasemi kálfa undan 4
holdanautum og kálfa undan nautum af íslensku mjólkurkúakyni. Freyr
1979: 173-180.
Eftirmáli, sem Olafur E. Stefánsson hefur skrifað
Erlendur Jóhannsson hefur í formála greint frá aðdraganda þess, að
ráðizt var í þessa tilraun, sem gerð var árin 1958-1960. Afkvæmarann-
sókna- og tilraunastöðin í Laugardælum, sem Búnaðarsamband Suðurlands
hafði sett á stofn nokkrum árum áður, var forsenda þess, að hægt væri að
skapa aðstöðu fyrir svo viðamikla tilraun. Til þess þurfti landmikla jörð og
rúman húsakost, en einnig að hafa á að skipa reyndum kunnáttumönnum til
að sjá um framkvæmd. Hvort tveggja var fyrir hendi í Laugardælum, þótt
hagræða þyrfti húsakosti og landnotkun, og ráðunautar sambandsins voru á
næstu grösum ásamt starfsliði búsins.
Tilraunaráð búfjárræktar keypti Galloway blendingsnautið Gretti frá
Gunnarsholti til að fá kálfa undan í tilraunina, og var hann hafður í Laugar-
dælum veturinn 1958. Voru drög að tilrauninni lögð snemma þann vetur, og
átti hún eftir atvikum að standa til loka ágústmánaðar 1960 hið stytzta, en
jafnvel fram í janúar 1961, ef með þyrfti. Eins og Erlendur getur um í
mngangi, var ákveðið 3. des. 1958 að hefja tilraunina. Þann dag gekk
tilraunaráðið í samráði við Hjalta Gestsson, framkvæmdastjóra búnaðar-
sambandsins, og Þórarin Sigurjónsson, bústjóra, frá endanlegu skipulagi
hlraunarinnar og áætlun um framkvæmd hvert tímabil frá vetri til útbeitar
°g hvort sumarið til hausts. Er eftirtektarvert, hve vel sú áætlun stóðst, þótt
auka þyrfti við beitilandið, ekki sízt í lokin.
Frá upphafi var ætlunin að fóðra gripina f samræmi við það, sem þá var
almennt hjá bændum, er búa þóttu hcldur vel. Hún var því engan veginn
miðuð við að fá hámarksafurðir, enda sést það á niðurstöðum. Tilhögun á
mælingum á gripum og vigtun var einnig ákveðin á desemberfundinum
1958 og kjötrannsókn í lok tilraunar. Skyldi við hana nota kerfi dr.
Hammonds: Scale of measurement.
275