Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 282
Ýmsar fóðrunartilraunir á kúm og kálfum voru gerðar í Laugardælum á
þessum árum, loks þegar aðstaða var fengin. Urðu þær til mikils gagns við
leiðbeiningar til bænda, þótt ekki væri unnið úr öllum til birtingar í
tilraunaskýrslum, enda ráðunautar sambandsins önnum kafnir við leiðbein-
ingar. Var aðstaða til nákvæmara uppgjörs ólíkt betri hjá Atvinnudeild
háskólans, sem fyrr og síðar gerði merkar tilraunir á búi sínu að Hesti.
Tilraunaráð búfjárræktar samþykkti fljótlega eftir, að samanburðartilraun-
inni lauk, að sá, sem þennan eftirmála skrifar „tæki að sér að gera þessa
tilraun upp með aðstoð Jóhannesar Eiríkssonar, ef um það semdist við
hann“. Hér réð of mikil bjartsýni. í Búnaðarfélagi íslands, þar sem ég fór
með leiðbeiningar í nautgriparækt, voru verkefnin sífellt að aukast, og náði
þessi hugmynd ekki fram að ganga. Lárus Jónsson, búfræðikandídat, sem
starfaði hjá Búnaðarfélaginu veturinn 1961, vann þó tölfræðilega úr
tilrauninni. Fylgdi úrvinnsla hans öðrum tilraunagögnum lengi vel, en hafði
misfarizt, þegar tilraunin var endanlega gerð upp. Eftir að Jóhannes
Eiríksson gerðist ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, vann hann úr
ákveðnum þáttum tilraunarinnar, svo og Erlendur Jóhannsson síðar, eins og
fram kemur hjá honum í formála. Tek ég undir ummæli hans um nákvæmni
og samvizkusemi Jóhannesar heitins við framkvæmd tilraunarinnar.
Lausnin í bili varð því sú, eins og með ýmsar aðrar tilraunir frá þessum
tíma, að skýrt var frá hagnýtum niðurstöðum á bændafundum og í greinum.
Gátu ráðunautar og bændur þannig nýtt sér niðurstöður. Vil ég sérstaklega
nefna skýrt og nákvæmt yfirlit tilraunaráðsins í 3.-4. hefti Búnaðarblaðsins
Freys árið 1961 (57. árg.), þar sem greint er frá helztu þáttum og niður-
stöðum tilraunarinnar. A VIII. alþjóðlegu búfjárræktarráðstefnunni, sem
haldin var í Hamborg 1961, ílutti sá, sem þetta ritar, stutt erindi um tilraun-
ina. Birtist það síðan í gögnum frá ráðstefnunni og var einnig sérprentað.
Það auðveldaði túlkun og jók gildi þessarar tilraunar, að allir gripirnir, sem
teknir höfðu verið í hana, 32 að tölu, voru í henni til loka. Hún var þannig í
framkvæmd áfallalaus í öllum flokkum, sem auðveldar samanburð milli
þeirra. Það er ekki hvað sízt þetta auk sögulegs gildis, sem varð til þess, að
nú var ráðizt í að gera tilraunina upp á verðugan hátt.
Eg er Erlendi Jóhannssyni afar þakklátur fyrir uppgjör þessarar gömlu
tilraunar og samningu skýrslunnar. Það verk hefur ekki verið vandalítið á
köflum með tilliti til breyttra viðhorfa og gildismats á ýmsum atriðum
síðasta aldarþriðjunginn.
Viðbætir. Þegar ég hafði lokið við þennan eftirmála og var að huga að
myndum úr tilrauninni, varð fyrir mér umslag með gömlum myndum af
nautgripaskrokkum, sem Halldór heitinn Pálsson, fyrrv. ráðunautur og bún-
aðarmálastjóri, hafði afhent nautgriparæktardeildinni skömmu áður en hann
276