Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 14
12
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
I. Myndun áburðar.
Hér verður aðeins í mjög stuttu máli rakin ummyndun fóðurs-
ins í likamanum. Um leið og fóðrið er tuggið, blandast það munn-
vatni. í maganum blandast það magasafanum, en þaðan fer fóðrið s
aftur i mjógirnið. Þar kemur saman við það brisvökvi, gall og
]>armsafi. Allir þessir vökvar hafa þau áhrif á fóðrið, að það leysist
að meira eða minna leyti upp, og kallast það einu nafni melting.
Fóðurefnin eru ekki öll jafnmeltanleg. Sterkja og fita meltast að
mestu leyti, eggjahvíta og steinefni meira eða minna eftir fóður-
tegundum, en trénið er mjög tormelt. Af steinefnum cr fosfórsýran
tormelt, og er því mestur hluti hennar í saurnum. Kalí er tiltölu-
lega auðmelt og finnst aðallega í þvaginu.
Sá hlhti fóðursins, sem meltist, sýgst smám saman upp i hlóðið,
sem ber efnin út um líkamann, en þar framleiða þau afurðir:
mjólk, kjöt, ull, afl o. fl., en nokkuð verður að úrgangsefnum, sem
hverfur burtu úr líkamanum með þvaginu.
Hinn hluti fóðursins, sem meltist ekki, flyzt aftur eftir meltingar-
ganginum og kemur frá dýrunum sem saur. Saurinn er þó ekki ein-
göngu ómeltanlegar fóðurleifar, heldur er í honum allmikið af
meltingarvökvum. íblöndun þeirra stendur i nokkurn veginn réttum
hlutföllum við þurrefnismagn fóðursins. Fái kýrin 10 kg af þurr-
efni i fóðrinu á dag, er talið, að í saurinn blandist meltingarvökvar,
sem hafi 40—50 g af köfnunarefni, og er það meira en % af köfn- i
unarefnismagni hins fasta áburðar. Þá skal og bent á ])að, að aftast
i meltingarganginum er allmikið af rolnunargerlnm, er mynda gerð
í hinum ómeltu fóðurleifum, er við það verða auðleystari. Um 10
—20% af nýjum áburði, miðað við þurrefni, eru gerlar. Þetta
tvennt, iblöndun meltingarvökva og starfsemi gerlanna, gerir það
að verkum, að saurinn er ekki eins torleyslur og seinvirkur áburður
og í fljótu bragði kann að virðast. Loks skal það tekið fram, að við
meltingarstarfsemina slitna vefir meltingarfœranna og blandast
saurnum. Eigi að siður cr saurinn miklu torleystari en þvagið og
öðruvísi að efnasamsetningu.
II. Efni fóðurs og áburðar.
Það er auðsætt, þegar borið er saman fóður og áburður, að all-
mikil efnarýrnun á sér stað. Rýrnun þessi er þó mjög mismunandi
i hinum ýmsu efnaflokkum fóðursins, og skal þvi nú lýst.
Lifrœn efni. Af lífrænum efnum fóðursins (eggjahvítu, fitu og
kolvetnum) hverfur rúmlega helmingur (um 54%) við meltinguna,
en tæpur helmingnr kemur fram í áburðinum. Það eru þessi efni,
sem skepnan notar fyrst.og fremst til viðhalds og afurða, og því
er það eðlilegt, að mikil vanhöld verði í þeim. Þetta er í sjálfu sér